Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

4. fundur 11. janúar 2021 kl. 14:00 - 15:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson Fulltrúi sveitarstjóra á Borgarfirði
Heimstjórn samþykkti að bæta við 5. lið fundarins.

1.Byggðakvóti á Borgarfirði

Málsnúmer 202012059Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur til að þau fáu tonn sem Borgarfjörður fékk úthlutað af almennum byggðakvóta verði úthlutað af Fiskistofu skv. gildandi reglum líkt og verið hefur.

Borgarfjörður hefur hingað til ekki fengið úthlutað sértækum byggðakvóta frá Byggðastofnun og almenni byggðakvótinn til staðarins hefur minnkað ár frá ári og er nú 15 tonn. Heimastjórn gagnrýnir að þrátt fyrir að falla undir viðmið Byggðastofnunar til að taka þátt í verkefninu Brothættar byggðir virðist Borgarfjörður ekki falla undir viðmið sömu stofnunar við úthlutun Byggðakvóta. Heimastjórn hefur áhyggjur af framtíð útgerðar á staðnum og til að styðja við greinina felur hún sveitarstjóra í samráði við formann heimastjórnar að senda beiðni um samstarf um aflaheimildir úr þeim potti sem Byggðastofnun hefur með að gera.

2.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202101066Vakta málsnúmer

Frá upphafi framkvæmda í Hafnarhólma og byggingu Hafnarhúss var horft til að gjald af gestum á svæðinu myndi standa undir kostnaði við svæðið gestum og lífríki Hafnarhólma til góðs og stuðla að sjálfbærni þess.

Slík gjaldtaka myndi einnig geta staðið straum af þróun og rannsóknum sem og af fjárfestingum sem eftir á að klára á hafnarsvæðinu. Finna þarf tæknilausn sem hentar svæðinu. Heimastjórn vísar málinu áfram til Byggðaráðs Múlaþings til frekari úrvinnslu og óskar eftir samráði.

3.Gamla frystihúsið - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010514Vakta málsnúmer

Málið snýr að veitingu byggingaleyfis vegna stækkunar á hótel Blábjörgum. Vegna umsagna sem bárust felur heimastjórn Borgarfjarðar Umhverfis og framkvæmdaráði að skoða í samráði við heimastjórn og hagsmunaaðila hvort þurfi að deiliskipuleggja umrætt svæði enda tefji það áform um framkvæmdir óverulega.

4.Umsókn um óstofnaða lóð, Borgarfjörður eystri

Málsnúmer 202011194Vakta málsnúmer

Umrætt svæði er ekki skipulagt fyrir byggingar og afar óheppilegt sem slíkt. Í því ljósi hafnar heimastjórn umsókninni en bendir á að nægt framboð af skipulögðum lóðum eru skammt frá umræddu svæði.

5.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er 1. febrúar næstkomandi kl. 14:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 28. janúar. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?