Fara í efni

Skólavegur 1 - Framkvæmdir við lausar kennslustofur

Málsnúmer 202101083

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 9. fundur - 20.01.2021

Fyrir ráðinu liggja drög að aðaluppdráttum ásamt kostnaðaráætlun. Yfirmaður eignasjóðs kynnti fyrirliggjandi gögn fyrir nefndinni. Fram kom að kostnaður er verulega umfram þá fjárhæð sem áætluð er til verksins í fjárfestingaáætlun ársins 2021.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 10. fundur - 27.01.2021

Málið var áður á dagskrá á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 20. janúar 2021. Fram hefur komið að kostnaðaráætlun vegna framkvæmdarinnar er verulega umfram það sem ætlað var til verksins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ráðið felur yfirmanni eignasjóðs að vinna með fræðslustjóra, stjórnendum Seyðisfjarðarskóla og heimastjórn Seyðisfjarðar að því að leita leiða til úrbóta á húsakosti Seyðisfjarðarskóla til bráðabirgða, sem rúmist innan ramma fjárhagsáætlunar ársins 2021.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 4. fundur - 01.02.2021

Kjartan Róbertsson eignarsjóði Múlaþings, Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdastjóri Múlaþings og Helga Guðmundsdóttir fræðslusjóri ásamt skólastjórnendum funduðu með fulltrúa úr heimastjórn föstudaginn 29.01.2021

Í minnisblaði frá fundinum kemur fram að misskilnings hafi gætt við útfærslu á bráðabirgðakennslustofum fyrir Seyðisfjarðarskóla. Í staðinn fyrir að hönnun á bráðabirgðalausn hefur verið ráðist í fullnaðarhönnun eins og um varanlega lausn væri að ræða.

Kjartan og Helga munu fara yfir málið og leita lausna. Heimastjórn óskar eftir því að fá að fylgjast með málinu

Ólafur Hr. Sigurðsson leggur fram eftirfarandi bókun.

Varðar húsnæðismál Seyðisfjarðarskóla.
Enn og aftur kemur í ljós hversu dýrkeyptur flutningur á bæjarbókasafni inn í besta hluta kennsluhúsnæðis grunnskólans hefur reynst. Við þessu var varað af stórum hluta starfsmanna skólans án árangurs, þrátt fyrir einróma niðurstöður í húsnæðisgreiningu sem starfsmenn voru látnir vinna.

Í kjölfar þessarar ákvörðunar hefur allri bóklegri kennslu verið komið fyrir í gamla skóla og verklegri kennslu komið fyrir í „nýja skóla“. Tónskóli settur við hlið bókasafnsins og það var ekki góð ákvörðun.

Flestar aðgerðir sem lofað var í kjölfar þessa hafa verið settar á ís s.s. að koma upp mannsæmandi salernisaðstöðu fyrir starfsmenn í gamla skóla, lyftu í húsið, bætt aðgengi í kjallara, breytingar á stigahandriðum og svo mætti áfram telja.

Á síðasta ári átti síðan að bjargar málum á elleftu stundu og keyptir voru gámar frá Danmörku og ekki einu sinni búið að ákveða hvaða starfsemi skólans átti að fara í þá. Nú hefur komið í ljós að ekki er hægt að nota gámana nema með mjög kostnaðarsömum breytingum á þeim. Einhvern vegin hefur samt skólahald gengið með ágætum í vetur og því er það tillaga mín að þessir gámar verði seldir sem sem fyrst og farið rækilega yfir húsnæðisþörf skólans með þar til bærum aðilum. Ef þörf reynist á sem gæti orðið niðurstaðan þá verði farið í það að byggja á skólagrunninum byggingu af þeirri stærð sem hentar núverandi nemendafjölda skólans. Hringl síðustu ára er orðið alltof kostnaðarsamt og algerlega óásættanlengt að fara svona með opinbert fé.

Seyðisfirði 01.02.21.
Ólafur Hr. Sigurðsson, fulltrúi í heimastjórn.


Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs 27.1.2021. Fyrir fundinum liggja tillögur framkvæmdasviðs, fræðslustjóra og skólastjórnenda að framkvæmdum 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur verkefnastjóra framkvæmda að láta hrinda þeim í framkvæmd. Einnig samþykkir ráðið að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja, í samráði við fræðslustjóra, vinnu við að greina valkosti fyrir framtíðarhúsnæði Seyðisfjarðarskóla með það að markmiði að tekin verði afstaða til þeirra við gerð næstu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?