Fara í efni

Innkaupareglur Múlaþings

Málsnúmer 202101088

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 8. fundur - 10.02.2021

Fyrir lágu tillögur að innkaupastefnu Múlaþings, þar sem fram kemur m.a. að innkaup skuli stuðla að hagkvæmni í rekstri og hvetja til nýsköpunar og framsækinnar þróunar í atvinnulífi, og innkaupareglum Múlaþings.

Til máls tóku: Jódís Skúladóttir og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur að innkaupastefnu og innkaupareglum Múlaþings og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að þær verði kynntar fyrir því starfsfólki sem kemur að innkaupum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?