Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

8. fundur 10. febrúar 2021 kl. 14:00 - 16:55 í Herðubreið, Seyðisfirði
Nefndarmenn
 • Gauti Jóhannesson forseti
 • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
 • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
 • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
 • Jódís Skúladóttir aðalmaður
 • Þröstur Jónsson aðalmaður
 • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
 • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
Starfsmenn
 • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Fram hefur komið við frekari skoðun á hættusvæðinu á Seyðisfirði að bílskúr sem stóð við Austurveg 38b er innan marka hættusvæðis og þrengir auk þess að lækjarfarvegi. Eðlilegt er því að hann bætist við þann lista húsa sem sveitarstjórn heimilar ekki endurbyggingu á.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að bæta bílskúr við Austurveg 38b á lista yfir þau hús sem sveitarstjórn heimilar ekki endurbyggingu á, fyrr en hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum fyrir umræddar lóðir.

Samþykkt samhljóða.

2.Innkaupareglur Múlaþings

Málsnúmer 202101088Vakta málsnúmer

Fyrir lágu tillögur að innkaupastefnu Múlaþings, þar sem fram kemur m.a. að innkaup skuli stuðla að hagkvæmni í rekstri og hvetja til nýsköpunar og framsækinnar þróunar í atvinnulífi, og innkaupareglum Múlaþings.

Til máls tóku: Jódís Skúladóttir og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur að innkaupastefnu og innkaupareglum Múlaþings og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að þær verði kynntar fyrir því starfsfólki sem kemur að innkaupum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

3.Reglur um félagslegt húsnæði

Málsnúmer 202012085Vakta málsnúmer

Fyrir lágu tillögur Fjölskylduráðs að reglum um félagslegt húsnæði hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur um félagslegt húsnæði hjá Múlaþingi og felur félagsmálastjóra koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða.

4.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 202012084Vakta málsnúmer

Fyrir lágu tillögur fjölskylduráðs um breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Múlaþingi.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn. Elvar Snær Kristjánsson, sem svaraði fyrirspurn. Jódís Skúladóttir, Elvar Snær Kristjánsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Múlaþingi og felur félagsmálastjóra koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða.

5.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Fyrir lá ósk frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs um að sveitarstjórn Múlaþings taki upp viðræður við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um bætta vegþjónustu á vetrum yfir Öxi umfram þá reglu sem í gildi er.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Gauti Jóhannesson, Jódís Skúladóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Vilhjálmur Jónsson, Þröstur Jónsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings leggur áherslu á mikilvægi þess að vetrarþjónusta á Öxi verði bætt verulega frá því sem nú er enda er um mikilvæga samgöngutengingu að ræða á milli byggðakjarna innan sveitarfélagsins. Einnig er vert að hafa í huga öryggisþáttinn þar sem þetta snýr einnig að aðgengi að heilbrigðisþjónustu, brunavörnum og flugsamgöngum. Það er mat sveitarstjórnar að eðlilegt sé að færa þjónustustig Axarvegar vegna vetrarþjónustu af þjónustuflokki 4 á þjónustuflokk 2. Jafnframt leggur sveitarstjórn Múlaþings áherslu á að útboði vegna framkvæmda við nýjan veg yfir Öxi verði hraðað þannig að framkvæmdir geti hafist á árinu eins og fyrirhugað hefur verið.
Sveitarstjóra falið að koma framangreindu á framfæri við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið með ósk um viðræður vegna þessa sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.

6.Borgarfjörður breyting á aðalskipulagi á reit við Gamla frystihúsið

Málsnúmer 202101301Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga frá umhverfis- og framkvæmdaráði um að samþykkt verði breyting á aðalskipulagi Borgafjarðar til samræmis við áform um uppbyggingu Blábjarga þar sem hluti umræddrar lóðar nær inn á svæði sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem íbúðabyggð.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurnir og kynnti bókun. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum, Eyþór Stefánsson, Gauti Jóhannesson, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurnir, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum, Vilhjálmur Jónsson og Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að láta gera og auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðar, til samræmis við fyrirliggjandi áform um uppbyggingu á lóð Gamla frystihússins. Skipulagsfulltrúa, ásamt umhverfis- og framkvæmdaráði, er falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Eyþór Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Formaður heimastjórnar Borgarfjarðar óskar eftir því að látið verði á það reyna hvort fyrirhugaðar skipulagsbreytingar flokkist sem óverulegar skv. 36.grein skipulagslaga til að flýta ferlinu.

7.Tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Málsnúmer 202010446Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs varðandi umsýslu friðlýsts verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, Eyþór Stefánsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrri bókunar sveitarstjórnar Múlaþings um málið, frá 13. janúar sl., ítrekar sveitarstjórn þá afstöðu að mikilvægt sé að umsýsla svæðisins sé fyrst og fremst í höndum heimafólks. Í því samhengi lýsir sveitarstjórn yfir stuðningi við það að Umhverfisstofnun geri umsjónarsamning við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs um svæðið, en félagið hefur sinnt landvörslu á hluta þess að undanförnu.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að gerður verði samningur, eins og undanfarin ár, við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs um landvörslu í Víkum og í Stórurð, verði friðlýsingu þess svæðis ekki lokið á vordögum.
Þá samþykkir sveitarstjórn að viðkomandi heimastjórnum verði falið að tilnefna fulltrúa í nefndir og ráð og tengiliði við Umhverfisstofnun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs vegna framangreindra svæða (heimastjórn Fljótsdalshéraðs vegna Stórurðar og Verndarsvæðis norðan Dyrfjalla þegar það hefur verið stofnað og heimastjórn Borgarfjarðar vegna víknanna sunnan Borgarfjarðar).

Samþykkt samhljóða.

8.Birting hreindýrakvóta fyrir 2021

Málsnúmer 202102070Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn Múlaþings kanni hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti hvað valdi töfum á birtingu hreindýrakvóta fyrir veiðiárið 2021.

Til máls tóku: Gauti Jóhannesson, Þröstur Jónsson og Jódís Skúladóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að koma framkomnum athugasemdum Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum á framfæri við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og óska eftir skýringum á því hvað hafi valdið töfum á birtingu hreindýrakvóta fyrir veiðiárið 2021.

Samþykkt samhljóða.

9.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórnanna kynntu helstu málefni sem eru til umfjöllunar í viðkomandi heimastjórnum og upplýstu sveitarstjórnarfulltrúa um stöðu þeirra.

10.Byggðaráð Múlaþings - 9

Málsnúmer 2101013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Byggðaráð Múlaþings - 10

Málsnúmer 2101017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Byggðaráð Múlaþings - 11

Málsnúmer 2101025FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 9

Málsnúmer 2101015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 10

Málsnúmer 2101018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 11

Málsnúmer 2101027FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð Múlaþings - 10

Málsnúmer 2101001FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Kristjana Sigurðardóttir og Elvar Snær Kristjánsson.

Lagt fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð Múlaþings - 11

Málsnúmer 2101012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Fjölskylduráð Múlaþings - 12

Málsnúmer 2101023FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Heimastjórn Borgarfjarðar - 5

Málsnúmer 2101022FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Heimastjórn Djúpavogs - 6

Málsnúmer 2101024FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 4

Málsnúmer 2101019FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 4

Málsnúmer 2101026FVakta málsnúmer

Til máls tóku. Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Stefán Bogi Sveinsson.

Lagt fram til kynningar.

23.Ungmennaráð Múlaþings - 1

Málsnúmer 2101003FVakta málsnúmer

Til máls tók. Kristjana Sigurðardóttir.

Lagt fram til kynningar.

24.Ungmennaráð Múlaþings - 2

Málsnúmer 2101020FVakta málsnúmer

Til máls tók. Kristjana Sigurðardóttir.

Lagt fram til kynningar.

25.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri fór yfir helstu mál sem hann hefur verið að vinna að, ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins, frá síðasta fundi sveitarstjórnar og kynnti stöðu þeirra fyrir sveitarstjórnarfulltrúum.

Fundi slitið - kl. 16:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?