Fara í efni

Skólastarf í Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202101109

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 10. fundur - 19.01.2021

Þórunn Óladóttir fór yfir stöðu mála í Seyðisfjarðarskóla í ljósi þeirra hamfara sem gengu yfir samfélagið þar í desember sl.

Austurlandsteymið hefur verið skólanum innan handar með ráðgjöf til starfsfólks og barna. Heimastjórn Seyðisfjarðar bókaði ósk um að starfsfólk ætti kost á námskeiði um viðbrögð barna við áföllum og fram kom að skólinn myndi taka slíku tilboði fagnandi. Jafnframt er mikilvægt að hugað sé að velferð starfsfólks í þeirri stöðu sem uppi er í samfélaginu. Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að finna leið í samstarfi við skólastjóra til að bregðast við þessu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?