Fara í efni

Hamrar 11-13 Umsókn um lóð

Málsnúmer 202101237

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 10. fundur - 27.01.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðirnar Hamrar 11 og Hamrar 13 á Egilsstöðum. Umsækjandi óskar eftir breytingu á skipulagsskilmálum lóðanna til að byggja þar tvö parhús á einni hæð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu til minniháttar breytingar á deiliskipulagi svæðisins, í samræmi við áform umsækjanda. Skipulagsfulltrúa er falið að kalla eftir gögnum frá umsækjanda til að framkvæma grenndarkynningu og leggja þau fyrir ráðið um leið og þau liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tölvupóstur frá umsækjanda þar sem fallið er frá umsókn um lóðirnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð afturkallar fyrri ákvörðun um að grenndarkynna áform um breytta skipulagsskilmála fyrir umræddar lóðir og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta færa þær á ný á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?