Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

23. fundur 26. maí 2021 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Vordís Svala Jónsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Vordís Svala Jónsdóttir verkefnastjóri fjármála sat fundinn undir liðum nr. 1-3, María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi og Sigurður Jónsson sátu fundinn undir liðum nr. 4-13.

1.Húsnæðisáætlun og skipulagsmál

Málsnúmer 202104062Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem lögð er áhersla á að hefja vinnu við að skipuleggja atvinnu- og iðnaðarlóðir nálægt þéttbýlinu á Egilsstöðum. Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 18. nóvember sl. (liður 4 mál nr. 202011066) var samþykkt að bregðast við skorti á athafna- og iðnaðarlóðum með fernum hætti. Vinna við innköllun geymslulóða er hafin. Iðnaðarlóðir við Selhöfða hafa verið færðar á lista yfir lausar lóðir. Búið er að kynna skipulagslýsingu fyrir athafna- og iðnaðarlóðir við Valgerðarstaði í Fellabæ. Fundað hefur verið með landeigendum á deiliskipulögðu svæði fyrir iðanaðarlóðir við Brúnás og Reykás á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna áfram að þeim liðum sem ráðið samþykkti á fundi sínum 18. nóvember. Hugmyndum um kaup á landi undir lóðir og gatnagerð á þegar skipulögðum svæðum er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Lausar byggingarlóðir Múlaþingi

Málsnúmer 202102126Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur tillaga frá framkvæmda- og umhverfismálastjóra að breytingum á afslætti af gatnagerðargjöldum á lausum lóðum í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrri samþykktar ráðsins frá 17. febrúar sl. (liður 5 mál nr. 202101232), samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að eftirtaldar lóðir falli undir tímabundna afslætti árið 2021, til samræmis við þau skilyrði sem þá voru samþykkt fyrir veitingu afsláttar.
Borgarfjörður: Bakkavegur 5, C, D, G og H. Óstofnaðar lóðir með vinnuheitin Mýrartún, Hólmaborg og Bakkavegur 0.
Djúpivogur: Borgarland 2, 4, 6, 8, 16 og 23. Markarland 14.
Seyðisfjörður: Oddagata 3 og 5, Múlavegur 51, 52 og 55. Hlíðarvegur 2, 4, 6, 10 og 12.

Jafnframt samþykkir ráðið ótímabundna afslætti fyrir neðangreindar lóðir á Hallormsstað.
Réttarkambur 1 60% - þétting byggðar - gatnagerð lokið - lægra fasteignamat
Réttarkambur 2 60% - þétting byggðar - gatnagerð lokið - lægra fasteignamat
Réttarkambur 5 60% - þétting byggðar - gatnagerð lokið - lægra fasteignamat
Réttarkambur 14 60% - þétting byggðar - gatnagerð lokið - lægra fasteignamat
Réttarkambur 22 60% - þétting byggðar - gatnagerð lokið - lægra fasteignamat
Réttarkambur 24 60% - þétting byggðar - gatnagerð lokið - lægra fasteignamat
Fjósakambur 9 60% - þétting byggðar - gatnagerð lokið - lægra fasteignamat
Fjósakambur 11 60% - þétting byggðar - gatnagerð lokið - lægra fasteignamat

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Miðás 26 og 47 sameining lóða og nýr Lóðaleigusamningur,

Málsnúmer 202103094Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til afsláttar á gatnagerðargjöldum umræddra lóða, sem hafa nú verið sameinaðar. Framkvæmda- og umhverfismálastjóri gerði grein fyrir málinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að komist hafi á samkomulag milli lóðarhafa og Fljótsdalshéraðs um veitingu 70% afsláttar af gatnagerðargjöldum samkvæmt þágildandi gjaldskrá sveitarfélagsins. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að láta innheimta gatnagerðargjöld af sameinaðri lóð í samræmi við framangreint.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Djúpivogur - Innri Gleðivík - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 202012016Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps. Auglýsingatími er liðinn. Umsagnir bárust frá HAUST og Minjastofnun Íslands sem gera ekki athugasemd við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps og vísar málinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Samningur um byggingu íbúðarhúsnæðis í Múlaþingi

Málsnúmer 202105255Vakta málsnúmer

Kynnt voru drög að samningi vegna fyrirhugaðrar byggingar íbúðarhúsnæðis í Múlaþingi. Einnig liggja fyrir ráðinu áform um breytingar á deiliskipulagi og byggingu íbúða í Selbrún í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi áform og samþykkir að heimila að ráðist verði í breytingar á deiliskipulagi Selbrúnar í Fellabæ til samræmis við efni samningsins, verði hann samþykktur. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar og til byggðarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Seyðisfjörður_Deiliskipulag íbúðasvæði við Garðarsveg

Málsnúmer 202102069Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að deiliskipulagi íbúðasvæðis við Garðarsveg á Seyðisfirði. Jafnframt liggja fyrir ráðinu drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að nýju deiliskipulagi, með áorðnum breytingum er varða fjölda bílastæða og legu gangstíga. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögnum um fram komnar athugasemdir. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.
Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að skipuleggja á Seyðisfirði íbúðalóðir fyrir minni íbúðir í rað- og parhúsum auk smærri fjölbýlishúsa (allt að fjórar íbúðir), en slíkar lóðir er ekki að finna á Seyðisfirði í dag, utan hættusvæða. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við þá verktaka sem áform hafa um byggingu íbúða á skipulagssvæðinu og í framhaldinu verði lausar lóðir auglýstar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að efna til íbúasamráðs á Seyðisfirði um næstu skref í skipulagi íbúðabyggðar á Seyðisfirði. Þar verði tekin til skoðunar svæði sem þegar eru deiliskipulögð fyrir íbúðabyggð en ekki verið byggt á öllum lóðum og einnig svæði sem skilgreind eru sem íbúðasvæði í aðalskipulagi en ekki hafa enn verið deiliskipulögð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 202011161Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings fól umhverfis- og framkvæmdaráði á 12. fundi sínum að taka aftur fyrir skilmála í tillögu um verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum með sérstakri áherslu á samráð við íbúa. Fyrir ráðinu liggja drög að skilmálum fyrir verndarsvæðið ásamt drögum að tímalínu næstu skrefa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram lögð drög að tímalínu og skilmálum verði send til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar. Að því loknu verði málið tekið aftur til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði. Ráðið felur skipulagsfulltrúa, í samráði við ráðgjafa, að leita eftir frekari upplýsingum frá íbúum varðandi húsakönnun og minjaskráningu td. með kynningu á heimasíðu Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fyrirspurn um byggingu skemmu við Lagarfossvirkjun

Málsnúmer 202102157Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á óverulegri breytingu deiliskipulags lauk 17. maí. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni og MÍ en engar athugasemdir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Lagarfoss. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Hleinar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202105160Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar vegna fyrirhugaðra byggingaráforma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á áformum umsækjanda í samræmi við 5. mgr. 13. gr. sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir ábúendum að Randabergi, Uppsölum og Versölum 4. Umsagnaraðilar verði Minjastofnun Íslands, HEF veitur, Brunavarnir á Austurlandi og HAUST. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalhéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Brennistaðir Vatnsveita ný borhola og tengingar umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202102239Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir neysluvatni. Einnig liggur fyrir í málinu umsögn frá HAUST og MÍ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins eða umsækjanda, sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis með þeim fyrirvara að tekið verið tillit til athugasemdar Minjastofnunar Íslands og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Hamrar 11-13 Umsókn um lóð

Málsnúmer 202101237Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tölvupóstur frá umsækjanda þar sem fallið er frá umsókn um lóðirnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð afturkallar fyrri ákvörðun um að grenndarkynna áform um breytta skipulagsskilmála fyrir umræddar lóðir og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta færa þær á ný á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um landskipti, Stóra Steinsvað

Málsnúmer 202105091Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um stofnun lóðar úr landi Stóra-Steinsvaðs í Hjaltastaðaþinghá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Breyting á götuheiti, Fellabær, Einhleypingur

Málsnúmer 202104243Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til breytingar á nafni þess hluta Einhleypings í Fellabæ sem liggur frá þjóðvegi 1 og upp að Fellaskóla og nýjum leikskóla. Einhleypingur liggur einnig frá þjóðvegi 1 nokkru norðar og yfir að Lagarfelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar því til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að finna nafn á umrædda götu og leggur til að kallað verði eftir tillögum um það. Einnig að tekið verði tillit til mögulegrar fjölgunar lóða á svæðinu norðan ráðhússins og víðar á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Frágangur við Furuvelli annars vegar og lóðar Íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 202104218Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur bókun frá 5. fundi ungmennaráðs Múlaþings sem byggir á erindi Brodda Bjarnasonar sem tekið var fyrir á fundi 20. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs. Ungmennaráð spyr eftir því hvenær hönnun svæðisins verði lokið og hvenær stefnt sé að því að ljúka framkvæmdum þar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð svarar fyrirspurnum ungmennaráðs svo:
A) Hönnun svæðisins verður ekki lokið fyrir en fyrir liggja fjárheimildir til verksins í fjárhagsáætlun.
B) Samkvæmt gildandi langtímaáætlun er gert ráð fyrir fjármunum í verkefnið árið 2023. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2022 verður tekið til skoðunar hvort flýta megi framkvæmdum og ráðast í þær á næsta ári. Niðurstöðu um það er að vænta við afgreiðslu fjárhagsáætlunar sem liggja mun fyrir undir lok þessa árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Samfélagslegt gróðurhús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202105002Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur erindi frá Kristínu Amalíu Atladóttur þar sem hún kynnir hugmyndir að samfélagsgróðurhúsi á Egilsstöðum.
Málið var áður tekið fyrir á fundi byggðaráðs sem vísaði því til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði í tengslum við endurskoðun deiliskipulags á umræddu svæði.

Frestað.

16.Athugasemd vegna tilnefningar til C) verkefnis

Málsnúmer 202105086Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur erindi frá Írisi Birgisdóttur ábúanda á Framnesi er varðar fyrirætlanir og framtíðarsýn sveitarfélagsins um landnotkun á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar að C9 verkefnin sem sveitarfélagið er aðili að, ganga út á að meta kosti og galla friðlýsinga á tilteknum svæðum, einkum og sér í lagi með hliðsjón af hagrænum áhrifum. Einnig felst í verkefninu samantekt upplýsinga og gerð skýrslna um viðkomandi svæði. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er land Framnes hverfisverndað, en ekki er gert ráð fyrir annarri friðlýsingu. Komi til þess að sveitarfélagið vilji friðlýsa viðkomandi svæði mun málið verða tekið fyrir hjá heimastjórn Djúpavogs og sveitarstjórn Múlaþings og eðlilegt að slík ákvörðun sé tekin í samráði og sátt við alla þá sem eiga beinna hagsmuna að gæta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Seyðisfjörður Lóðamörk Austurvegur 18-20

Málsnúmer 202105066Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur erindi frá Erni Bergmanni Jónssyni varðandi ósætti um lóðamörk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ljúka þeirri vinnu sem hafin er við staðfestingu lóðablaða fyrir umræddar lóðir. Jafnframt leggur ráðið áherslu á að íbúar sveitarfélagsins virði lóðamörk og taki eðlilegt tillit til hagsmuna nágranna við framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Kall til sveitarfélaga að taka þátt í Bonn-áskoruninni um útbreiðslu eða endurheimt skóga

Málsnúmer 202105132Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Skógræktinni þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um landið. Fjármunir renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir yfir áhuga á þátttöku Múlaþings í verkefninu og felur verkefnastjóra umhverfismála að koma því á framfæri og ræða nánar við umsjónaraðila verkefnisins um svæði sem komið gætu til greina í því. Í framhaldi verði leitað eftir áliti heimastjórna og tillögum að svæðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir starfsemi á sviðinu og fyrirkomulag á afgreiðslu erinda. Einnig voru kynntir nýir verkferlar sem verið er að innleiða.

Frestað

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?