Fara í efni

Sýn Ungmennaráðs á forvarnarmál

Málsnúmer 202101245

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 2. fundur - 01.02.2021

Ungmennaráð leggur til að um nikótínvörur (rafrettur, nikótínpúða og annað slíkt) gildi sömu reglur og um tóbak og önnur vímuefni í stofnunum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 9. fundur - 10.03.2021

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, Jódís Skúladóttir og Jakob Sigurðsson.

Fyrir lá bókun ungmennaráðs Múlaþings, dags. 01.02.2021, varðandi forvarnarmál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með ungmennaráði varðandi það að sömu reglur skuli gilda um nikótínvörur og um tóbak og önnur vímuefni í stofnunum sveitarfélagsins og beinir því til forstöðumanna stofnana þess að sjá til að svo verði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?