Fara í efni

Erindi frá Fuglavernd

Málsnúmer 202101254

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 5. fundur - 01.02.2021

Fyrir liggur erindi frá Fuglavernd þar sem farið er yfir áætlanir félagsins í Hafnarhólma um skilti. Hugmyndirnar eru m.a. að setja upp stærri skilti þar sem sögð er saga Hafnarhólmans sem og að endurnýja þau skilti sem fyrir eru á svæðinu. Þá óskaði Fuglavernd jafnframt eftir fundi með heimastjórn til að fara yfir ýmis mál tengd hólmanum.

Heimastjórn fagnar samráði Fuglaverndar um málefni Hafnarhólma og tekur vel í þær hugmyndir sem lýst er í bréfinu um fjölgun og endurnýjun skiltanna enda verði þau í takt við heildarútlit svæðisins og auki ekki hömlur um of á svæðinu. Formanni/fulltrúa sveitarstjóra falið að koma á sameiginlegum fundi heimastjórnar og Fuglaverndar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?