Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

5. fundur 01. febrúar 2021 kl. 14:00 - 15:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Hafnarhús tilnefning til verðlauna

Málsnúmer 202101256Vakta málsnúmer

Hafnarhúsið á Borgarfirði hefur verið tilnefnt til hinna evrópsku Mies van der Rohe verðlauna sem veitt eru fyrir samtíma byggingarlist. Samkvæmt reglum keppninnar mun sérstök dómnefnd heimsækja tilnefnd mannvirki.

Heimastjórn Borgarfjarðar fagnar tilnefningunni og vill nýta tækifærið til að minna á að margt er enn ógert í Hafnarhúsinu t.d. hvað varðar aðgengismál fatlaðra, aðgengi sjómanna að neðri hæð hússins og frágangur utanhúss. Væri vel ef hugað yrði að úrbótum fyrir heimsókn dómnefndarinnar.

2.Útleiga á nýjum íbúðum Borgarfirði

Málsnúmer 202101255Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið hefur staðið að byggingu tveggja parhúsa undanfarna mánuði og er nú farið að sjá fyrir endann á þeim framkvæmdum. Huga þarf að auglýsingu og leiguverði nýrra leiguíbúða.

Heimastjórn Borgarfjarðar óskar eftir því að við ákvörðun á leiguverði íbúðanna verði horft til þess að hafa leiguna sanngjarna og í takti við leigumarkað staðarins.
Heimastjórn vísar erindinu til byggðaráðs Múlaþings.

3.Erindi frá Fuglavernd

Málsnúmer 202101254Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Fuglavernd þar sem farið er yfir áætlanir félagsins í Hafnarhólma um skilti. Hugmyndirnar eru m.a. að setja upp stærri skilti þar sem sögð er saga Hafnarhólmans sem og að endurnýja þau skilti sem fyrir eru á svæðinu. Þá óskaði Fuglavernd jafnframt eftir fundi með heimastjórn til að fara yfir ýmis mál tengd hólmanum.

Heimastjórn fagnar samráði Fuglaverndar um málefni Hafnarhólma og tekur vel í þær hugmyndir sem lýst er í bréfinu um fjölgun og endurnýjun skiltanna enda verði þau í takt við heildarútlit svæðisins og auki ekki hömlur um of á svæðinu. Formanni/fulltrúa sveitarstjóra falið að koma á sameiginlegum fundi heimastjórnar og Fuglaverndar.

4.Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða

Málsnúmer 202101253Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögnum um frumvarp til breytingar á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 79/1997.

Borgfirðingar hafa árum saman talað fyrir breytingu á umræddum lögum svo halda megi togurum frá heimamiðum smábáta staðarins. Umrætt svæði er í daglegu tali nefnt Skápurinn. Ætíð hefur Borgfirðingum verið tjáð að ekki sé hægt að setja málið á dagskrá þar sem það þarfnist lagabreytingar. Nú er verið að breyta lögunum og fer heimastjórn Borgarfjarðar því fram á eftirfarandi breyting verði gerð í leiðinni:

Að 1. mgr. 5. gr. kafla B.3 sem nú hljóðar svo:
B.3. Allt árið utan línu sem dregin er 6 sjómílur utan viðmiðunarlínu milli lína réttvísandi norðaustur frá Langanesi (vms. 10) og réttvísandi austur frá Glettinganesi (vms. 13).

Verði breytt svo þar standi:

B.3. Allt árið utan línu sem dregin er 12 sjómílur utan viðmiðunarlínu milli lína réttvísandi norðaustur frá Langanesi (vms. 10) og réttvísandi austur frá Glettinganesi (vms. 13).

Til vara fer heimastjórn fram á að svæðið sunnan Héraðsflóa verði lokað fyrir togveiðum innan 12 sjómílna.

5.Borgarfjörður_Gamla frystihúsið_Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010514Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi frá Blábjörgum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóð sem þau hafa nú þegar fengið úthlutað milli frystihússins og Brautarholts. Fyrirhugaðar framkvæmdir fóru í grenndarkynningu þar sem fram komu athugasemdir við framkvæmdirnar. Málið er enn í vinnslu hjá umhverfis - og framkvæmdaráði.

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir að unnið verði deiliskipulag á lóð gamla frystihússins í samræmi við fyrirliggjandi áform um uppbyggingu þar, telji umhverfis - og framkvæmdaráð það nauðsynlegt til þess að verkefnið geti náð fram að ganga.
Heimastjórn vill af gefnu tilefni ítreka fyrri bókun um málið þar sem óskað er eftir að vinna við skipulagsmál tefji ekki framkvæmdir nema óverulega. Heimastjórn legur áherslu á að vinnu við nauðsynleg skipulagsmál verði hraðað einsog kostur er. Heimastjórn telur framkomnar athugasemdir í grendarkynningu ekki vera þess eðlis að þær eigi að hafa áhrif á framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða að vísa umsögninni til umhverfis - og framkvæmdaráðs.

6.Byggðakvóti á Borgarfirði

Málsnúmer 202012059Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar bókaði á fundi sínum 11.janúar 2021 um vilja sinn til að hefja viðræður við Byggðastofnun um með hvaða hætti mætti koma sértækum byggðakvóta á svæðið. Sveitarfélagið sendi Byggðastofnun bréf dagsett 19.janúar þar sem formlega var óskað eftir slíkum viðræðum. Svarbréf barst 26.janúar 2021 þar sem kom fram að enginn slíkur kvóti væri í boði nú en stofnunin lýsti sig reiðubúna að taka málið upp við ráðherra eftir því sem tilefni gæfist eða ef aukið yrði við aflamark það sem hún hefur til ráðstöfunar.

Heimastjórn Borgarfjarðar þykir miður að undirtektir Byggðastofnunar séu með þessum hætti og telur að það sé verkefninu Betri Borgarfjörður sem er á forræði Byggðastofnunar ekki til framdráttar þegar stofnunin styður ekki við aðalatvinnustarfsemi og undirstöðu að búsetu á Borgarfirði. Heimastjórn ítrekar ósk sína um viðræður við Byggðastofnun um málið þó kvótinn liggi ekki laus í augnablikinu.

Formanni falið að vinna áfram að málinu


7.Ásýnd og skipulag á Borgarfirði eystri

Málsnúmer 202101276Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Christer Magnusson um ásýnd og skipulag á Borgarfirði eystri.

Heimastjórn þakkar Christer kærlega fyrir erindið og tekur vel í þær hugmyndir sem þar eru kynntar.

Málinu vísað til umhverfis og framkvæmdaráðs sem innleggi í fyrirhugaða skipulagsvinnu.

8.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er 1.mars næstkomandi kl. 14:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 25. febrúar. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppstofu.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?