Fara í efni

Hafnarhús tilnefning til verðlauna

Málsnúmer 202101256

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 5. fundur - 01.02.2021

Hafnarhúsið á Borgarfirði hefur verið tilnefnt til hinna evrópsku Mies van der Rohe verðlauna sem veitt eru fyrir samtíma byggingarlist. Samkvæmt reglum keppninnar mun sérstök dómnefnd heimsækja tilnefnd mannvirki.

Heimastjórn Borgarfjarðar fagnar tilnefningunni og vill nýta tækifærið til að minna á að margt er enn ógert í Hafnarhúsinu t.d. hvað varðar aðgengismál fatlaðra, aðgengi sjómanna að neðri hæð hússins og frágangur utanhúss. Væri vel ef hugað yrði að úrbótum fyrir heimsókn dómnefndarinnar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?