Fara í efni

Umsókn um menningarstyrk, viðtöl við eldri borgara á Seyðisfirði

Málsnúmer 202101267

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 15. fundur - 04.10.2021

Sigríður Matthíasdóttir og Jón Pálsson lýsa ánægju sinni með yfirlýstan stuðning sem þau fengu frá Bæjarstjórn Seyðisfjarðar í fyrra og telja m.a. að hann hafi haft ákveðna lykilþýðingu fyrir að vel gekk að fá viðmælendur í verkefnið. Erindi þeirra núna snýst um að spyrja hvort að Heimastjórn Seyðisfjarðar sé viljug til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir sameiningu sveitarfélaganna og veita verkefninu stuðning? Þau eru þá einkum að hugsa um að geta vísað til Heimastjórnarinnar sem samstarfsaðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar fyrir erindið en bendir á að stjórnin hefur ekki fjármuni til ráðstöfunar. Heimastjórn beinir því til Sigríðar og Jóns að senda inn umsókn um styrk til Atvinnu- og menningarsviðs Múlaþings þegar auglýst verður eftir umsóknum, en það mun verða auglýst á næstu vikum fyrir árið 2022. Heimstjórn lýsir yfir ánægju með verkefnið og telur brýnt að það fái stuðning hvar sem því verður viðkomið.
Getum við bætt efni þessarar síðu?