Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

15. fundur 04. október 2021 kl. 09:00 - 10:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
  • Skúli Vignisson varamaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð telur skynsamlegt að húsið verði einangrað og annaðhvort klætt eða steinað. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að boða til íbúafundar á Seyðisfirði þar sem fyrirliggjandi valkostir verða kynntir í samráði við heimastjórn Seyðisfjarðar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur til að húsið verði einangrað, múrað og málað. Sú útfærsla breytir ekki útliti hússins eins og það hefur verið lengst af og er einnig hagkvæmt upp á framtíðarviðhald. Heimastjórn tekur undir bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs um að boðað verði til íbúafundar varðandi fyrirliggjandi valkosti.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 09:00

2.Heimastjórn Seyðisfjarðar - fjárfestingaáætlun 2022 - 2025

Málsnúmer 202109173Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja tillögur að fjárfestingaáætlun fyrir Seyðisfjörð. Umræður urðu um tillögurnar sem unnar voru út frá fjárfestingaáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar árið 2020. Í grófum dráttum hafa fæstar þeirra áætlana komist til framkvæmda enn þann dag í dag svo Heimastjórn brýnir fyrir byggðaráði að taka tillit til þess að þó svo að miklar framkvæmdir hafi farið fram á Seyðisfirði árið 2021 þá eru þær framkvæmdir flestar tengdar skriðuföllunum í desember 2020.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn beinir því til Byggðaráðs Múlaþings að tekið verði tillit til þess að viðhaldsþörf er mikil í Seyðisfirði eins og meðfylgjandi fjárfestingaáætlun sýnir, forgangsverkefni að mati heimastjórnar eru húsnæðismál Seyðisfjarðarskóla, viðgerð á Herðubreið og Sundhöll. Í B-hluta er helsta forgangsverkefnið landtenging skipa og stækkun Strandarbakka.

Starfsmanni falið að setja inn breytingar í skjalið samkvæmt umræðum á fundinum.

3.Umsókn um menningarstyrk, viðtöl við eldri borgara á Seyðisfirði

Málsnúmer 202101267Vakta málsnúmer

Sigríður Matthíasdóttir og Jón Pálsson lýsa ánægju sinni með yfirlýstan stuðning sem þau fengu frá Bæjarstjórn Seyðisfjarðar í fyrra og telja m.a. að hann hafi haft ákveðna lykilþýðingu fyrir að vel gekk að fá viðmælendur í verkefnið. Erindi þeirra núna snýst um að spyrja hvort að Heimastjórn Seyðisfjarðar sé viljug til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir sameiningu sveitarfélaganna og veita verkefninu stuðning? Þau eru þá einkum að hugsa um að geta vísað til Heimastjórnarinnar sem samstarfsaðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar fyrir erindið en bendir á að stjórnin hefur ekki fjármuni til ráðstöfunar. Heimastjórn beinir því til Sigríðar og Jóns að senda inn umsókn um styrk til Atvinnu- og menningarsviðs Múlaþings þegar auglýst verður eftir umsóknum, en það mun verða auglýst á næstu vikum fyrir árið 2022. Heimstjórn lýsir yfir ánægju með verkefnið og telur brýnt að það fái stuðning hvar sem því verður viðkomið.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?