Fara í efni

Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða á Seyðisfirði

Málsnúmer 202102044

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 12. fundur - 10.02.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur viljayfirlýsing um fjölgun íbúða á Seyðisfirði undirrituð af fulltrúum Múlaþings, Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, Leigufélagsins Bríetar og Félags- og barnamálaráðherra þann 2. febrúar 2021. Samkvæmt yfirlýsingunni skuldbindur Múlaþing sig til að sjá um að í boði verði skipulagðar lóðir við hæfi fyrir verkefnið, en alls er um að ræða amk 6 íbúðir. Fyrir ráðinu liggur að tilgreina lóðir fyrir verkefnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að taka frá lóðir við Múlaveg, númer 54, 56 og 58, auk lóðar við Túngötu, númer 13, fyrir íbúðir sem leigufélagið Bríet hyggst reisa á Seyðisfirði. Umhverfis- og framkvæmdamálastjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við fulltrúa HMS, Bríetar og verktaka sem falið verður að reisa umræddar íbúðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?