Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

12. fundur 10. febrúar 2021 kl. 10:30 - 12:00 í Herðubreið, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • María Markúsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri

1.Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða á Seyðisfirði

Málsnúmer 202102044Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur viljayfirlýsing um fjölgun íbúða á Seyðisfirði undirrituð af fulltrúum Múlaþings, Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, Leigufélagsins Bríetar og Félags- og barnamálaráðherra þann 2. febrúar 2021. Samkvæmt yfirlýsingunni skuldbindur Múlaþing sig til að sjá um að í boði verði skipulagðar lóðir við hæfi fyrir verkefnið, en alls er um að ræða amk 6 íbúðir. Fyrir ráðinu liggur að tilgreina lóðir fyrir verkefnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að taka frá lóðir við Múlaveg, númer 54, 56 og 58, auk lóðar við Túngötu, númer 13, fyrir íbúðir sem leigufélagið Bríet hyggst reisa á Seyðisfirði. Umhverfis- og framkvæmdamálastjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við fulltrúa HMS, Bríetar og verktaka sem falið verður að reisa umræddar íbúðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Seyðisfjörður_Hlíðarvegur deiliskipulag_óveruleg breyting

Málsnúmer 202012083Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Hlíðarveg og Múlaveg á Seyðisfirði. Með tillögunni er gert ráð fyrir að þrjár einbýlishúsalóðir við Múlaveg, númer 54, 56 og 58, verði gerðar að tveimur parhúsalóðum. Þá verður gerð breyting á húsnúmerum við Hlíðarveg og bætt inn ákvæði í skilmála er snýr að grundun húsa á skipulagssvæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeirri breytingu að skýrt komi fram að ákvæði um grundun eigi við um allar lóðir á skipulagssvæðinu. Grenndarkynning nái til eigenda fasteigna við Hlíðarveg og við Múlaveg, númer 50 og 60. Tillagan verði send heimastjórn Seyðisfjarðar og HEF til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Deiliskipulag íbúðasvæði við Garðarsveg.

Málsnúmer 202102069Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur hugmynd að útfærslu íbúðalóða við Garðarsveg á Seyðisfirði, nánar tiltekið þar sem nú er knattspyrnuvöllur. Svæðið er skilgreint sem íbúðasvæði á gildandi aðalskipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir því við heimastjórn Seyðisfjarðar að hún samþykki að láta vinna deiliskipulag fyrir íbúðabyggð á svæðinu, með áherslu á lóðir fyrir smærri fjölbýlishús, rað- og parhús, í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndateikningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirkomulag ákvarðana varðandi hús á skriðusvæði utan Búðarár og á nærliggjandi svæðum.
Einnig liggur fyrir ráðinu tölvupóstur frá Zuhaitz Akizu safnstjóra Tækniminjasafnsins varðandi aðstoð við að útvega geymsluhúsnæði fyrir safnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að beina erindi til starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem skipaður var í kjölfar skriðufallanna, um mögulega aðkomu ríkisins að lausn á geymslumálum Tækniminjasafns Austurlands. Fulltrúa Múlaþings í starfshópnum er falið að fylgja erindinu eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipuð verði ráðgjafanefnd sem geri tillögur til ráðsins um ráðstafanir vegna húsa á og nærri skriðusvæði utan Búðarár, svo sem nánar greinir hér að neðan.

A) Íbúðarhúsnæði sem samþykkt hefur verið að sveitarfélagið kaupi upp með tilstyrk Ofanflóðasjóðs. Um brottflutning þeirra og nýja staðsetningu, eða niðurrif.
B) Gamla ríkið við Hafnargötu. Um staðsetningu og fyrirkomulag endurgerðar.
C) Annað húsnæði á svæðinu sem er í eigu sveitarfélagsins. Um þörf fyrir aðgerðir á borð við brottflutning, endurgerð eða niðurrif.
D) Húsnæði á vegum Tækniminjasafns Austurlands. Um húsnæði fyrir safnið, hugsanlegan brottflutning, endurbyggingu, niðurrif eða nýbyggingar. Unnið verði með stjórn og safnverði Tækniminjasafnsins.
Ráðgjafanefndin verði skipuð einum til þremur fulltrúum úr heimastjórn Seyðisfjarðar (samkvæmt nánari ákvörðun heimastjórnar), tveimur fulltrúum af umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings, tveimur fulltrúum frá stofnunum ríkisins á sviði húsa- og minjaverndar og tveimur fulltrúum íbúa á Seyðisfirði. Umhverfis- og framkvæmdaráð mun ganga frá skipan nefndarinnar og staðfesta erindisbréf fyrir hana fyrir lok febrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Lóðaleigusamningur og Samþykkt um úthlutun lóða, endurskoðun

Málsnúmer 202101229Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að nýrri samþykkt um úthlutun lóða hjá Múlaþingi og drög að grunnleigusamningi um byggingarlóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að grunnleigusamningi. Einnig samþykkir ráðið fyrirliggjandi drög að samþykkt um úthlutun lóða hjá Múlaþingi og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?