Fara í efni

Frárennslismál í Múlaþingi

Málsnúmer 202102136

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 13. fundur - 17.02.2021

Pétur Heimisson, fulltrúi í umhverfis- og framkvæmdaráði, lagði erindi fyrir ráðið þar sem lagt er til að farið verði yfir stöðu frárennslismála í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir því að komið verði á fundi með fulltrúa frá HEF, sem er rekstraraðili fráveitu sveitarfélagsins, til að fara yfir stöðuna og eftir atvikum önnur verkefni HEF.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?