Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

13. fundur 17. febrúar 2021 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson formaður
 • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
 • María Markúsdóttir starfsmaður
 • Sóley Valdimarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur málum, Seyðisfjörður ofanflóðavarnir undir Bjólfi Skipulags- og matslýsing og Frárennslismál í Múlaþingi, við dagskrá fundarins og verða þau nr. 2 og 9 á dagskránni.
Ekki voru gerðar athugasemdir við það.

1.Fellaskóli Hádegishöfði breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202011015Vakta málsnúmer

Auglýsingarferli er lokið. Umsagnir liggja fyrir frá Vegagerðinni, Minjastofnun og Haust. HEF, Rarik og Náttúrustofa Austurlands hafa ekki skilað umsögn. Engar athugasemdir bárust við auglýsinguna en tvær athugasemdir komu fram í umsögn Haust. Fyrir ráðinu liggja drög að svörum við athugasemdunum, tekin saman af skipulagsráðgjöfum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með minniháttar breytingum, fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda þau til Haust. Jafnframt samþykkir ráðið fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi við leik- og grunnskóla í Fellabæ, með þeim minniháttar breytingum sem af svörum við athugasemdum leiðir, og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Seyðisfjörður_ofanflóðavarnir undir Bjólfi_Skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 202010609Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja vinnslutillögur fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag fyrir ofanflóðavarnir undir Bjólfi. Einnig liggur fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og að þær verði auglýstar og kynntar í samræmi við viðeigandi ákvæði skipulagslaga. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu, hvað varðar deiliskipulag og til sveitarstjórnar hvað varðar aðalskipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umferð mótorhjóla og buggybíla á reiðveginum við Fossgerði

Málsnúmer 202101153Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá hesteigendafélaginu í Fossgerði varðandi umferð vélknúinna farartækja á reiðveginum við Fossgerði. Heimastjórn tók málið fyrir 1.2.2021 og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að bregðast við erindinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela formanni ráðsins, ásamt því starfsfólki sveitarfélagsins sem um málið fjallar, að eiga fund með fulltrúum akstursíþróttafélagsins Start til að fara yfir málið. Að því loknu verði málið tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Varanleg braut fyrir mótocross

Málsnúmer 202102098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um svæði fyrir akstursíþróttir frá akstursíþróttafélaginu Start, ásamt tillögu að deiliskipulagi svæðisins, sem er undir Skagafelli á Eyvindarárdal og í eigu ríkisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur vel í hugmyndir félagsins og samþykkir að fela formanni ráðsins, ásamt því starfsfólki sveitarfélagsins sem um málið fjallar, að ræða málið nánar á áformuðum fundi með fulltrúum Start.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Skipulags- og byggingargjöld

Málsnúmer 202101232Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að ræða hvort veita eigi afslætti af gatnagerðargjöldum á einstökum svæðum eða einstökum lóðum innan sveitarfélagsins. Samkvæmt nýrri samþykkt um gatnagerðargjöld í sveitarfélaginu er veittur almennur afsláttur af íbúðalóðum vegna mikillar jarðvegsdýptar, að hámarki 75%. Málið var áður á dagskrá 27.1.2021 og 3.2.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að eftirfarandi afslættir gildi árið 2021 á íbúðarlóðum á einstökum svæðum innan sveitarfélagsins. Afsláttur gildir þó aðeins þegar sveitarfélagið þarf ekki að ráðast í sérstakar gatnaframkvæmdir í tengslum við úthlutun lóðarinnar. Þar sem sveitarfélagið hefur samið um sérstök framlög til húsnæðisverkefna skal afsláttur þessi teljast framlag.

Borgarfjörður 80% - með vísan til sjónarmiða um eflingu brothættrar byggðar.
Seyðisfjörður 80% - með vísan til afleiðinga náttúruhamfara og þörf fyrir nýtt húsnæði.
Djúpivogur 50% - með vísan í þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði.

Ákvörðun um afslætti árið 2022 verði tekin samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Jafnframt samþykkir ráðið ótímabundna afslætti fyrir neðangreindar lóðir á Egilsstöðum og í Fellabæ.

Egilssel 4 30% - þétting byggðar - síðasta lóð í götu
Flatasel 8 30% - þétting byggðar - síðasta lóð í götu
Skógarsel 20 60% - þétting byggðar - síðasta lóð í götu og erfið lóð
Fífuhvammur 2 30% - þétting byggðar - halli á lóð
Fífuhvammur 4 30% - þétting byggðar - halli á lóð

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Egs_Bláargerði 36-38

Málsnúmer 202102123Vakta málsnúmer

Borist hefur umsókn um byggingarlóð fyrir 4 íbúða raðhús á tveimur einbýlishúsalóðum í Bláargerði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra og skipulagsfulltrúa að kanna forsendur þess, í samráði við umsækjanda og aðra hagsmunaaðila, að gera umfangsmeiri breytingar á skipulagi svæðisins, en umsóknin gerir ráð fyrir, til að bregðast við eftirspurn eftir annars konar byggingarlóðum. Að því loknu verði málið tekið fyrir hjá ráðinu að nýju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Auglýsing nýrra byggingarlóða

Málsnúmer 202102126Vakta málsnúmer

Eftirtalin ný deiliskipulög hafa verið staðfest: Óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir gistihús á Bökkum á Borgarfirði. Óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Bláargerði 24-26, Suðursvæði Egilsstaða. Óveruleg breyting á deiliskipulagi Selbrekku, efra svæði, Egilsstöðum stækkun lóðar við Egilssel 17. Auglýsingin birtist þ. 11. febrúar í B-deild. Einnig hafa verið staðfest þann 16. febrúar í B-deild Stjórnartíðinda deiliskipulag fyrir Sæbakka á Borgarfirði og Bakkaveg á Borgarfirði. Einnig kynnti framkvæmda- og umhverfismálastjóri samantekinn lista yfir lóðir í sveitarfélaginu sem eru lausar til umsóknar og verður birtur á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að nýjar lóðir samkvæmt framangreindu, sem ekki hafði áður verið ráðstafað, séu nú lausar til úthlutunar. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að láta auglýsa lóðirnar og að umsóknarfrestur verði til 10. mars nk. Jafnframt felur ráðið skipulagsfulltrúa að ganga frá úthlutun þeirra lóða sem ráðstafað hafði verið og eru nú tilbúnar skv. framangreindu sem og umsóknum um stækkun lóða sem voru grundvöllur að breytingu á skipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Beiðni um stofnframlög til byggingar á hagkvæmu íbúðarhúsnæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202102117Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá Bæjartúni um stofnframlag til byggingar á hagkvæmu íbúðarhúsnæði í Selbrún í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir sig fylgjandi uppbyggingu íbúða við Selbrún í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Ráðið vísar fyrirliggjandi umsókn til matsnefndar sbr. 2. gr. reglna Fljótsdalshéraðs um stofnframlög sem gera skal tillögu til sveitarstjóra um afgreiðslu slíkra umsókna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Frárennslismál í Múlaþingi

Málsnúmer 202102136Vakta málsnúmer

Pétur Heimisson, fulltrúi í umhverfis- og framkvæmdaráði, lagði erindi fyrir ráðið þar sem lagt er til að farið verði yfir stöðu frárennslismála í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir því að komið verði á fundi með fulltrúa frá HEF, sem er rekstraraðili fráveitu sveitarfélagsins, til að fara yfir stöðuna og eftir atvikum önnur verkefni HEF.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar sveitarfélga á Austurlandi 2021

Málsnúmer 202102119Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 5

Málsnúmer 2101007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 6

Málsnúmer 2101014FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 7

Málsnúmer 2102003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?