Fara í efni

Seyðisfjörður, umsókn um lóð, Dagmálalækur 5-6

Málsnúmer 202102137

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 14. fundur - 24.02.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Austurbygg, um byggingarlóð fyrir fjögurra íbúða raðhús á ódeiliskipulögðu svæði við Garðarsveg, miðað við hugmyndir umsækjanda um skipulag svæðisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem ekki er um að ræða lóð sem er til úthlutunar hjá sveitarfélaginu er umsókninni vísað frá. Með vísan til þess að hafið hefur verið skipulagsferli á svæðinu samþykkir ráðið að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja viðræður við umsækjanda um mögulega lóð á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?