Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

14. fundur 24. febrúar 2021 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
  • María Markúsdóttir starfsmaður
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir Ritari á umhverfis- og framkvæmdasviði
María Markúsdóttir starfsmaður og Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi sátu fundinn undir liðum nr. 1-9.
Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri sat fundinn undir liðum nr. 9-10.

1.Seyðisfjörður, umsókn um lóð, Dagmálalækur 5-6

Málsnúmer 202102137Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Austurbygg, um byggingarlóð fyrir fjögurra íbúða raðhús á ódeiliskipulögðu svæði við Garðarsveg, miðað við hugmyndir umsækjanda um skipulag svæðisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem ekki er um að ræða lóð sem er til úthlutunar hjá sveitarfélaginu er umsókninni vísað frá. Með vísan til þess að hafið hefur verið skipulagsferli á svæðinu samþykkir ráðið að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja viðræður við umsækjanda um mögulega lóð á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um lóð, Seyðisfjörður, Hlíðarvegur 2, 4 og 6

Málsnúmer 202102174Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Bæjartúni, um byggingarlóð fyrir 8 íbúða fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri. Um er að ræða þrjár einbýlishúsalóðir á deiliskipulögðu svæði við Hlíðarveg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þess að umsóknin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag er henni vísað frá. Ráðið samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja viðræður við umsækjanda um mögulega lóð á svæði sem verið er að deiliskipuleggja við Garðarsveg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um lóð, Seyðisfjörður, Hlíðarvegur 8, 10 og 12

Málsnúmer 202102175Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Hrafnshóli, um byggingarlóðir fyrir þrjú parhús. Um er að ræða þrjár einbýlishúsalóðir á deiliskipulögðu svæði við Hlíðarveg. Einni þeirra hefur þegar verið úthlutað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þess að umsóknin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag er henni vísað frá. Ráðið samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja viðræður við umsækjanda um mögulega lóð á svæði sem verið er að deiliskipuleggja við Garðarsveg, eða annarsstaðar sem kann að henta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Egilsstaðir, Umsókn um lóð, Hamrar 14.

Málsnúmer 202102139Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá einstaklingi um lóðina að Hömrum 14 á Egilsstöðum til að reisa þar einbýlishús. Deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Hvanná 1 skógrækt

Málsnúmer 202011124Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skógrækt í landi Hvannár I á Jökuldal. Fyrirhugað skógræktarsvæði er 65 ha þar sem til stendur að rækta lerki, greni, furu og ösp auk þess birkis sem fyrir er á svæðinu. Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.EGS_Miðás 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011061Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Miðási 2. Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Seyðisfjörður breyting á aðalskipulagi vegna Vesturvegar 4

Málsnúmer 202102153Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að skipulagslýsingu og vinnslutillaga fyrir breytingu á aðalskipulagi við Vesturveg 4.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu og vinnslutillögu og felur skipulagsfulltrúa að láta auglýsa og kynna þær í samræmi við viðeigandi ákvæði skipulagslaga.
Umsagnaraðilar eru Skipulagsstofnun, Vegagerðin, Heilbrigðiseftirlit Austurlands, Hitaveita Egilsstaða og Fella og Minjastofnun Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Borgarfjörður aðalskipulagsbreyting Gamla frystihúsið Blábjörg

Málsnúmer 202102107Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skipulagslýsing og vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu og vinnslutillögu og felur skipulagsfulltrúa að láta auglýsa og kynna þær í samræmi við viðeigandi ákvæði skipulagslaga. Umsagnaraðilar eru Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirlit Austurlands, Hitaveita Egilsstaða og Fella og Minjastofnun Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fræðsla um skipulagsmál

Málsnúmer 202102135Vakta málsnúmer

Fræðsla um skipulagsmál. Málið tekið fyrir til umræðu að frumkvæði PH.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að beina því til byggðaráðs að haldið verði námskeið fyrir kjörna fulltrúa þar sem sérstök áhersla verði lögð á skipulagslöggjöf, íbúasamráð og hlutverk sveitarstjórna við gerð skipulagsáætlana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Vinnuskóli 2021

Málsnúmer 202101159Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála kynnti fyrirkomulag vinnuskóla sveitarfélagsins á komandi sumri og nokkur atriði sem ráðið mun þurfa að taka afstöðu til varðandi skipulag skólans.

Málið er í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?