Fara í efni

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi

Málsnúmer 202102198

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til fyrirliggjandi draga að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 21. fundur - 05.05.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi frá Heilbrigðisnefnd Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 12. fundur - 12.05.2021

Fyrir lágu drög frá Heilbrigðisnefnd Austurlands að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi.

Til máls tóku: Jódís Skúladóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 13. fundur - 09.06.2021

Fyrir lágu, til síðari umræðu, drög frá Heilbrigðisnefnd Austurlands að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að sjá til þess að unnið verði samkvæmt þeim og að samþykktin fái viðhlítandi kynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu
Getum við bætt efni þessarar síðu?