Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

15. fundur 03. mars 2021 kl. 08:30 - 12:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson formaður
 • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
 • María Markúsdóttir starfsmaður
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Björn Ingimarsson, hafnastjóri, sat fundinn undir liðum nr. 1-3.
María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi sat fundinn undir liðum nr. 4-20.

1.Hafnarmál í Múlaþingi

Málsnúmer 202011094Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson hafnastjóri gerði ráðinu grein fyrir stöðu verkefna sem snerta hafnir sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Umsagnarbeiðni um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.

Málsnúmer 202102202Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson, hafnastjóri, gerði grein fyrir tillögu að umsögn um málið sem lá fyrir fundinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar fyrri umsögn sveitarfélagsins sem gerð var vegna málsins í nóvember 2020 og telur sérstaklega brýnt að skoðuð verði betur staða þeirra hafna á Íslandi sem falla undir hið samevrópska flutningsnet, gagnvart hverskyns notkun hafnanna. Ráðið telur nauðsynlegt að við innleiðingu evrópureglna hér á landi sé horft til sérstakrar stöðu hafna hér á landi sem falla undir þetta regluverk.

Samþykkt samhljóða með með handauppréttingu.

3.Ráðgjafanefnd vegna eldri húsa á hættusvæðum

Málsnúmer 202102258Vakta málsnúmer

Formaður kynnti drög að erindisbréfi og áformaðri skipan ráðgjafanefndar sem ætlað er að gera tillögur til ráðsins um ráðstafanir vegna húsa á og nærri skriðusvæði utan Búðarár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirliggjandi drögum að erindisbréfi og tillögu að skipan ráðgjafanefndar er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir athugun á fyrirséðri efnisþörf á Seyðisfirði og vinnslu í námunni. Fram kom að efnisþörf á Seyðisfirði er mikil og ólíklegt að hægt sé að mæta henni með öðrum hætti en með nýrri efnisnámu.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samantekt skipulagsráðgjafa á athugasemdum sem bárust við lýsingu á breytingu Aðalskipuags Seyðisfjarðar 2008-2020 og tillaga að svörum við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi drög að svörum við þeim athugasemdum sem fram komu við auglýsingu skipulagslýsingar og vísar málinu áfram til sveitastjórnar til afgreiðslu. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


5.Áfangar - Langidalur, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun í Langadalsá

Málsnúmer 202102169Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Neyðarlínunni ohf. um framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun í Langadalsá við Norðausturveg í Áföngum. Fram kemur að ef viðbrögð við erindinu verði jákvæð muni framkvæmdaaðili vinna deiliskipulag fyrir framkvæmdasvæðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að áformin rúmist innan þess ramma sem Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 mótar fyrir virkjanir af þessu tagi. Ráðið samþykkir því, í samræmi við það sem fram kemur í gögnum umsækjanda, að unnin verði skipulagslýsing og tillaga að deiliskipulagi fyrir framkvæmdina. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Seyðisfjörður_Hlíðarvegur deiliskipulag_óveruleg breyting

Málsnúmer 202012083Vakta málsnúmer

Farið yfir athugasemdir sem borist hafa í yfirstandandi grenndarkynningu.

Lagt fram til kynningar.

7.Deiliskipulag íbúðasvæði við Garðarsveg

Málsnúmer 202102069Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar við Garðarsveg á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fram lagða tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Garðarsveg en beinir nokkrum athugasemdum til skipulagshönnuða til skoðunar og vísar málinu til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Grásteinn, deiliskipulag

Málsnúmer 201703008Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur deiliskipulagstillaga fyrir Grástein sem auglýst var 2017. Skipulagstillagan hefur ekki verið auglýst í B-deild sem leiðir til þess að auglýsa þarf hana að nýju.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga verði auglýst að nýju og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Hellisheiði - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir strenglögn

Málsnúmer 202102246Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Landsneti um framkvæmdaleyfi fyrir lögn hluta Vopnafjarðarlínu í jarðstreng um Hellisheiði. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands og ákvörðun um matsskyldu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Egs_Koltröð 10_Smáhýsi á lóð

Málsnúmer 202101147Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform fyrir smáhýsi á lóð Koltraðar 10. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á áformunum. Grenndarkynnt skal fyrir eigendum að Koltröð 9, 11 og 12. Jafnframt samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um lóð, Seyðisfjörður, Vesturvegur 9

Málsnúmer 202102183Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að byggja á svæði sem umsækjandi vísar til sem Vesturvegar 9 á Seyðisfirði. Umrætt svæði er ekki skilgreint sem íbúðasvæði í aðalskipulagi en er þar merkt sem opið svæði nr. 8 Skrúðgarður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem umsóknin er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og ekki hefur verið mótuð stefna um að breyta notum á umræddu svæði samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að vísa umsókninni frá.
Skipulagsfulltrúa falið að benda umsækjanda á aðra mögulega kosti sem eru þegar skipulagðir.

Samþykkt með handauppréttingu með 6 atkvæðum, 1(HÞ) sat hjá.

12.stofnun lóðar - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202102112Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um stofnun lóðar að Hallfreðarstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Skeggjastaðir 1 umsókn um landskipti

Málsnúmer 202102226Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi um landskipti að Skeggjastöðum 1 í Fellum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Tillaga að hundasvæði á Egilsstöðum.

Málsnúmer 202102176Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að staðsetningu hundasvæðis á Egilsstöðum frá fulltrúa hundaeigenda. Umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs hafði áður samþykkt að styrkja félagsskap hundaeigenda til að koma upp afgirtu svæði, en á öðrum stað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggst ekki gegn þeirri staðsetningu sem lögð er til í fyrirliggjandi erindi, með þeim fyrirvara að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða, en vísar málinu til afgreiðslu hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

PH lætur bóka eftirfarandi: Ég samþykki framlagða tillögu en legg áherslu á að málið verði sett í grenndarkynningu.

15.Umsókn um styrk til samgönguleiða (styrkvegir)

Málsnúmer 202102257Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir fyrirkomulag umsókna sveitarfélagsins um framlag af styrkvegafé Vegagerðarinnar. Fyrir fundinum lá einnig tölvupóstur frá þjóðgarðsverði Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem farið var yfir hvernig staðið er að umsóknum þjóðgarðsins um framlög í samskonar verkefni innan hans.

Frestað.

16.Auglýsing um umferð í Múlaþingi

Málsnúmer 202102223Vakta málsnúmer

Auglýsing um umferð í Múlaþingi Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til auglýsingar um umferð í Múlaþingi.

Frestað.

17.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi

Málsnúmer 202102198Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til fyrirliggjandi draga að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi.

Frestað.

18.Samþykkt um fráveitur í Múlaþingi

Málsnúmer 202102250Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til fyrirliggjandi draga að samþykkt um fráveitur í Múlaþingi.

Frestað.

19.Samþykkt um lausagöngu stórgripa í Múlaþingi

Málsnúmer 202102195Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til fyrirliggjandi draga að samþykkt um um lausagöngu stórgripa í Múlaþingi.

Frestað.

20.Samþykkt um hænsnahald í Múlaþingi

Málsnúmer 202102197Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til fyrirliggjandi draga að samþykkt um hænsnahald í Múlaþingi.

Frestað.

Fundi slitið - kl. 12:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?