Fara í efni

Umsagnarbeiðni um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

Málsnúmer 202102199

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 3. fundur - 01.03.2021

Fyrir liggur erindi frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, en hún sendi ungmennaráði til umsagnar frumvarp til laga um stjórnskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

Ungmennaráð Múlaþings lýsir yfir ánægju með umræðu um kosningaaldur. Ungmenni á Íslandi byrja að borga fullan skatt við 16 ára aldur og því er rökrétt að þau hafi eitthvað um það að segja í hvað þeirra skattpeningar eru notaðir.

Aftur á móti telur ráðið sig ekki geta lýst yfir ánægju með frumvarpið í heild, þar sem því þykir innihald þess ekki eins og best verður á kosið.

Ráðinu þykir eðlilegra að byrjað yrði á að lækka kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga áður en breytingar yrðu gerðar á kosningaaldri til alþingiskosninga. Þá gæti m.a. komið reynsla á fyrirkomulagsbreytingar, kjörsókn og stefnuskrár framboða.

Ungmennaráð Múlaþings áréttar að það fagnar því að hugað sé að aukinni lýðræðisþátttöku ungmenna, enda eru hagsmunir ungs fólks oft frábrugðnir þeirra sem eldri eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 9. fundur - 10.03.2021

Til máls tóku: Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Stefán Bogi Sveinsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson og Vilhjálmur Jónsson.

Fyrir lá umsögn ungmennaráðs varðandi frumvarp til laga um stjórnskipunarlög (kosningaaldur).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með ungmennaráði og fagnar því að hugað sé að aukinni lýðræðisþátttöku ungmenna og felur verkefnastjóra íþrótta- og æskulýðsmála að koma umsögn ungmennaráðs á framfæri við nefndasvið Alþingis.

Samþykkt með 10 atkv. en 1 sat hjá (ÞJ)
Getum við bætt efni þessarar síðu?