Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

14. fundur 02. mars 2021 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Í upphafi fundar bar formaður byggðaráðs upp þá tillögur að bætt væri inn á dagskrá máli nr. 10, Skriðuföll á Seyðisfirði og var það samþykkt samhljóða.

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti fyrir byggðaráði nokkur mál sem varða fjárhag og rekstur sveitarfélagsins.

Byggðaráð óskar eftir því að fá sem fyrst fulltrúa Alcoa inn á fund byggðaráðs Múlaþings til að fara yfir ýmis sameiginleg mál, líkt og verið hefur undanfarin ár.

2.Lánasamningar 2021

Málsnúmer 202102234Vakta málsnúmer

Fyrir lá lánasamningur Múlaþings við Lánasjóð sveitarfélaga þar sem fram kemur að Múlaþing taki að láni hjá Lánasjóð sveitarfélaga fjögurhundruðmilljónir króna til 13 ára. Lánið verði verðtryggt og breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs. Tilgangur láns er fjármögnun á framkvæmdum ársins og endurfjármögnun eldri lána.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir lántökuna, sem er samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2021 og vísar henni til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fyrir lágu til kynningar fundargerðir byggingarnefndar menningarhúss frá 3.2. og 18.2. 2021.

4.Fundargerðir stjórnar HEF - 2021

Málsnúmer 202102237Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð 291. Fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella, dags. 24. febrúar 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. varðandi frágang kaupa HEF á veitum sveitarfélaganna er nú hafa sameinast í Múlaþing leggur byggðaráð Múlaþings til að sveitarstjórn veiti sveitarstjóra umboð til að undirrita samninga þar að lútandi fyrir hönd sveitarfélagsins. Jafnframt verði sveitarstjóra Múlaþings veitt umboð til að undirrita samninga um framsal á einkarétti Múlaþings til vatns- og fráveitustarfsemi til HEF.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð samþykkir jafnframt að óska eftir því að fá framkvæmdastjóra og fulltrúa úr stjórn HEF á fund byggðaráðs, til að fara yfir helstu verkefni HEF og þá ekki síst vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli.

5.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Málsnúmer 202102172Vakta málsnúmer

Stefán Bogi Sveinsson fulltrúi Múlaþings í stjórn Samtaka orkusveitarfélaga kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir störf samtakanna og upplýsti fundarmenn um þau mál sem samtökin eru að vinna að.

6.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að erindisbréfi fyrir Starfsþróunar- og símenntunarnefnd.

Einnig lá fyrir tillaga um að nefndina skipi þau Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, verkefnastjóri mannauðs, Nína Heiðrún Óskarsdóttir launafulltrúi, Haraldur
Geir Eðvaldsson slökkviliðsstjóri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf fyrir starfs- og símenntunarnefnd Múlaþings og að fulltrúar í starfsþróunar- og símenntunarnefnd verði:
Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Múlaþings
Nína Heiðrún Óskarsdóttir, launafulltrúi Múlaþings
Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, verkefnastjóri mannauðs Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings samþykkir jafnframt að samhliða þessu verður sérstök stjórn fyrir endurmenntunarsjóð Múlaþings aflögð enda taki starfsþróunar og símenntunarnefnd Múlaþings yfir þau verkefni er endurmenntunarsjóði er ætlað að sinna.

7.Fundargerðir stjórnar Ársala 2021

Málsnúmer 202102141Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Ársala bs., dags. 26.02.2021.

Lagt fram til kynningar.

8.Aðalfundur Ársala 2021

Málsnúmer 202102235Vakta málsnúmer

Fyrir lá boð til aðalfundar Ársala bs. er haldinn verður í Végarði fimmtudaginn 4. mars kl. 10:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Björn Ingimarsson sveitarstjóri fari með umboð Múlaþings á aðalfundi Ársala bs. er haldinn verður í Végarði fimmtudaginn 4. mars 2021 kl. 10:00.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Fræðsla um skipulagsmál

Málsnúmer 202102135Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 24.02.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að haldið verði námskeið fyrir kjörna fulltrúa þar sem sérstök áhersla verði lögð á skipulagslöggjöf, íbúasamráð og hlutverk sveitarstjórna við gerð skipulagsáætlana.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að stefna skuli að fræðslufundi fyrir kjörna fulltrúa, fulltrúa í umhverfis- og framkvæmdaráði og starfsmenn umhverfissviðs, þar sem farið verði yfir helstu þætti sem varða skipulagsmál sveitarfélaga. Sveitarstjóra falið að annast undirbúning fræðslufundarins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Austurbrú um tilnefningu tveggja fulltrúa í verkefnastjórn, á grundvelli samnings Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við Múlaþing og Austurbrú vegna stuðnings við atvinnulíf á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að eftirtaldir aðilar verði tilnefndir í verkefnisstjórnina fh. Múlaþings:

Gauti Jóhannesson
Stefán Bogi Sveinsson

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Einnig liggur fyrir samningur vegna stuðnings við atvinnulíf á Seyðisfirði í kjölfar jarðskriða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til að undirrita samninginn fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Markaðssetning Eiða

Málsnúmer 202011198Vakta málsnúmer

Þröstur Jónsson gerði grein fyrir samskiptum sem hann hefur átt, fyrir hönd sveitarfélagsins, við Landsbankann vegna markaðssetningar þess hluta Eiða sem er í eigu bankans. Jafnframt fór hann yfir drög að viljayfirlýsingu varðandi samstarf Múlaþings og Landsbankans um verkefnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri undirriti, fyrir hönd Múlaþings, fyrirliggjandi viljayfirlýsingu vegna markaðssetningar Eiða.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Erindi frá foreldrafélagi grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla - Nýbygging skóla

Málsnúmer 202102229Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá foreldrafélagi grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla þar sem skorað er á sveitarfélagið Múlaþing að setja nýbyggingu skólans á áætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með foreldraráði grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla og beinir því til sveitarstjórnar að horft verði til varanlegra lausna við ákvörðunartöku varðandi framtíðarskipulag og fjárfestingar er tengjast grunnskólastarfsemi á Seyðisfirði.

Byggðaráð samþykkir að taka málið aftur fyrir þegar vinna á vegum umhverfis- og framkvæmdaráðs og fræðslustjóra um bráðavanda Seyðisfjarðarskóla liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Umsagnarbeiðni um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.

Málsnúmer 202102230Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Umsagnarbeiðni um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál.

Málsnúmer 202102228Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Umsagnarbeiðni um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

Málsnúmer 202102199Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?