Fara í efni

Deiluskipulag miðbæjar Egilsstaða

Málsnúmer 202102217

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 3. fundur - 01.03.2021

Fram fóru umræður um miðbæ Egilsstaða og framtíðarskipulag hans.

Ungmennaráð Múlaþings krefst svara frá sveitarstjórn við eftirfarandi spurningum:
Hefur ný tillaga að miðbæjarskipulagi á Egilsstöðum verið samþykkt af sveitarstjórn? Hvenær er áætlað að tillagan verði samþykkt hafi hún ekki verið það nú þegar? Hvenær er áætlað að framkvæmdir við nýjan miðbæ geti hafist, þá sérstaklega framkvæmdir við Nývang? Hvenær verður opnað fyrir úthlutun lóða skv. þessari skipulagstillögu?

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 9. fundur - 10.03.2021

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir og Jakob Sigurðsson.

Fyrir lá ósk ungmennaráðs um svör við ákveðnum spurningum er varða miðbæjarskipulag á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa framkomnum spurningum til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Fyrir ráðinu liggja drög að svörum við fyrispurn ungmennaráðs varðandi stöðu miðbæjarskipulags á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur ritara sviðsins að uppfæra drög að svörum til ungmennaráðs í samræmi við umræður á fundinum og að því loknu senda svörin til ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 4. fundur - 12.04.2021

Ungmennaráð þakkar umhverfis- og framkvæmdaráði fyrir greinargóð svör.
Getum við bætt efni þessarar síðu?