Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

4. fundur 12. apríl 2021 kl. 15:30 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson formaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Gylfi Arinbjörn Magnússon aðalmaður
  • Jónína Valtingojer aðalmaður
  • Júlíus Laxdal Pálsson aðalmaður
  • Karítas Mekkín Jónasdóttir aðalmaður
  • Sigurður Alex Sigurgeirsson aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Vigdís Diljá Óskarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Vigdís Diljá Óskarsdóttir Verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála

1.Barnvæn sveitarfélög

Málsnúmer 202103103Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings er mjög jákvætt í garð verkefnisins og leggur til að sveitarstjórn kanni möguleika á því að Múlaþing gerist barnvænt sveitarfélag.
Þó þarf að hafa í huga, áður en ráðist er í slíkt verkefni, að samstaða þarf að vera um það og að gert verði ráð fyrir nægu fjármagni, til dæmis fyrir starfskrafti sem bæri ábyrgð á verkefninu.

2.Samtöl ungmennaráða

Málsnúmer 202104026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Ungmennaþing 2021

Málsnúmer 202102207Vakta málsnúmer

Þingi frestað til haustsins 2021 vegna heimsfaraldursins. Starfsmanni ráðsins falið að leita styrkja til fjármögnunar þingsins.

4.Sýn Ungmennaráðs á leikskólamál

Málsnúmer 202104029Vakta málsnúmer

Marta Wium Hermannsdóttir, leikskólafulltrúi Múlaþings, kom á fund og gerði grein fyrir stöðu byggingar nýs Hádegishöfða, leikskóla í Fellabæ. Einnig var rætt um stöðu leikskóla á Seyðisfirði og Djúpavogi. Ungmennaráð þakkar Mörtu fyrir greinargóð svör.

5.Sameiginlegur fundur Ungmennaráðs og Sveitarstjórnar

Málsnúmer 202102219Vakta málsnúmer

Vinna fór fram við málefni sem ungmennaráð ræðir við sveitarstjórn á fyrirhuguðum sameiginlegum fundi.

6.Kynning á Ungmennaráði í skólum og félagasamtökum

Málsnúmer 202102209Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinna við kynningu á meðlimum og starfi ungmennaráðs í þeim skólum og samtökum sem þau sitja í ráðinu fyrir.

7.Deiliskipulag, miðbær Egilsstaða, fyrirspurn ungmennaráðs

Málsnúmer 202102217Vakta málsnúmer

Ungmennaráð þakkar umhverfis- og framkvæmdaráði fyrir greinargóð svör.

8.Bygging fótboltahallar

Málsnúmer 202104028Vakta málsnúmer

Fram fóru umræður um möguleikann á byggingu fótboltahallar í Múlaþingi.

9.Störf ungmennaráðs

Málsnúmer 202102222Vakta málsnúmer

Fram fóru umræður um störf ráðsins og stöðu á verkefnum þess.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?