Fara í efni

Forgangsröðun skipulagsmál á Djúpavogi

Málsnúmer 202102238

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 8. fundur - 01.03.2021

Heimastjórn telur nauðsynlegt að vinna skipulag fyrir iðnaðarlóðir á Gleðivíkursvæðinu ásamt því að huga að skipulagi vegna fráveitumála við Langatanga. Einnig er mikilvægt að klára sem allra fyrst þær skipulagsbreytingar sem eru þegar í vinnslu vegna íbúðabyggða við Borgarland og við iðnaðarsvæði við vestanverða Gleðivík.

Heimastjórn telur í ljósi uppbyggingar á Djúpavogi að veita þurfi frekari fjármunum í skipulagsvinnu innan byggðarlagsins, eins og bent var á í undirbúningi fjárhagsáætlunar.

Heimastjórn Djúpavogs - 23. fundur - 07.02.2022

Skoða þarf framboð á lóðum innan byggðarlagsins á Djúpavogi. Sérstaklega þarf að skoða framboð á par og raðhúsalóðum.
Heimastjórn leggur til að gerð verði aðalskipulagsbreyting m.a. við Hammersminni til að koma fyrir fleiri byggingalóðum.
Óskar heimastjórn eftir fundi með starfsfólki skipulagsviðs og formanni umhverfis og framkvæmdaráðs til að fara yfir skipulagsmál á Djúpavogi.

Starfsmanni heimastjórnar falið að koma á fundi fyrir næsta fund heimastjórnar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?