Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

23. fundur 07. febrúar 2022 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs lýsir yfir miklum vonbrigðum með takmarkaða vetrarþjónustu á Axarvegi í vetur. Snjólétt hefur verið og því lítið mál að halda veginum meira opnum en raun ber vitni.
Enn er nokkura ára bið eftir nýjum vegi og óásættanlegt er að ekki komi aukin vetrarþjónusta á veginn fram að því að nýr vegur verði tekin í notkun.
Heimastjórn skorar á samgönguyfirvöld og Vegagerðina að tryggja fjármagn í opnun vegarins yfir vetrartímann.
Í ljósi aðstæðna beinir Heimastjórn því til Sveitarstjórnar að hefja viðræður við samgönguyfirvöld um fjármögnun á vetrarþjónustu og tryggja fasta ruðningsdaga á Axarvegi strax næsta haust.

2.Vogaland 5 Vogshús

Málsnúmer 202101277Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri fer yfir stöðu Vogshússins og drög að samning við Ars Longa.
Vinnsla samnings við Ars Longa er á lokastigi.

Heimastjórn lýsir yfir áhyggjum yfir ástandi hússins og vill sjá úrbætur sem allra fyrst.

3.Opinber störf á landsbyggðinni

Málsnúmer 202201144Vakta málsnúmer

Löggæsla á Djúpavogi.

Á Djúpavogi var starfandi lögregla til ársins 2020, staðan var þá auglýst en ekki tókst að ráða í stöðuna á þeim tíma og því hefur staðan verið laus í um tvö ár.
Sem stendur er því engin starfandi lögregla á svæðinu frá Höfn til Fáskrúðsfjarðar en 207 kílómetrar eru á milli staðanna.
Á sama tíma fjölgar fólki á svæðinu, bæði af íslenskum og erlendum uppruna, mikill fjöldi barna er á svæðinu og við bætist straumur ferðafólks, þannig að þörfin fer sívaxandi.

Eitt af því sem hefur hamlandi áhrif á að fá lögreglu til starfa er aðstöðuleysi en það húsnæði sem hefur verið notað fyrir lögregluna er gamalt íbúðarhús sem ekki hefur fengið viðhald í mörg ár og er nánast ónýtt. Á staðnum eru tækifæri til að bæta úr þessu og gera starfið og starfsemina eftirsóknarverðari.

Heimastjórn beinir því til Sveitastjórnar að koma þessari bókun á framfæri við viðeigandi yfirvöld.

4.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Ríkið hefur lýst kröfum í Þjóðlendur á Austurlandi.

Heimastjórn hvetur landeigendur að fara vandlega yfir kröfur ríkisins og lýsa mótkröfum þar sem við á. Málið verður unnið áfram af Heimastjórn og upplýsingar um Þjóðlendumál munu verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

5.Húsnæðisáætlun og skipulagsmál

Málsnúmer 202104062Vakta málsnúmer

Farið yfir húsnæðisáætlun Múlaþings.
Búið er að samræma húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið í heild sinni.

6.Björgunarmiðstöð á Djúpavogi

Málsnúmer 202012171Vakta málsnúmer

Heimastjórn lýsir yfir vonbrigðum með seinagang við þessa vinnu og leggur á það áherslu að henni verði lokið sem allra fyrst.

7.Forgangsröðun skipulagsmál á Djúpavogi

Málsnúmer 202102238Vakta málsnúmer

Skoða þarf framboð á lóðum innan byggðarlagsins á Djúpavogi. Sérstaklega þarf að skoða framboð á par og raðhúsalóðum.
Heimastjórn leggur til að gerð verði aðalskipulagsbreyting m.a. við Hammersminni til að koma fyrir fleiri byggingalóðum.
Óskar heimastjórn eftir fundi með starfsfólki skipulagsviðs og formanni umhverfis og framkvæmdaráðs til að fara yfir skipulagsmál á Djúpavogi.

Starfsmanni heimastjórnar falið að koma á fundi fyrir næsta fund heimastjórnar.

8.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Heimastjórn þakkar starfshópnum fyrir sína vinnu, og lýst vel á framkomnar hugmyndir og leggur til að unnið verði áfram með þær hugmyndir sem lagðar vorui fram.
Mikilvægt er að sögu og aldri húsanna sé sýnd virðing við uppbyggingu og hugað sé að notkunarmöguleikum þeirra til framtíðar.

9.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Heimastjórn stefnir á að halda fund með íbúum á Djúpavogi síðar í mánuðinum.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?