Fara í efni

Deiliskipulag, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202103033

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að nýju deiliskipulagi á Davíðsstöðum á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu breytingar á aðalskipulagi fyrir sama svæði. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu, að lokinni afgreiðslu sveitarstjórnar á framangreindri tillögu til breytingar á aðalskipulagi.

Samþykkt með sex atkvæðum með handauppréttingu, einn (PH) var fjarverandi.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 8. fundur - 03.05.2021

Fyrir liggur tillaga að nýju deiliskipulagi á Davíðsstöðum á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu breytingar á aðalskipulagi fyrir sama svæði. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu, að lokinni afgreiðslu sveitarstjórnar á framangreindri tillögu til breytingar á aðalskipulagi.

Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings 14.4. 2021 var eftirfarandi bókað, málsnúmer 202103148:
Fyrir lá tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 er varðar landnotkun á Davíðsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að auglýsa fram lagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við ákvæði 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði tillagan send til umsagnar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs á auglýsingatíma.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykktir að tillaga að deiliskipulagi fyrir Daviðsstaði verði unnin og auglýst samhliða auglýsingu á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 27. fundur - 30.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að nýju deiliskipulagi á Davíðsstöðum. Auglýsingu er lokið án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 11. fundur - 05.07.2021

Fyrir liggur tillaga að nýju deiliskipulagi á Davíðsstöðum. Auglýsingu er lokið án athugasemda.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?