Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

27. fundur 30. júní 2021 kl. 08:30 - 10:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Í upphafi fundar bar formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs upp tillögur að breyttri dagskrá þar sem mál nr. 5, Stækkun á lóð, yrði tekið af dagskrá og málum nr. 5, Aðalskipulagsbreyting vegna Fjarðarheiðarganga, nr. 6-7, skipulagsmál á Davíðsstöðum, nr. 10, umsókn um lóð, nr. 8, deiliskipulag í Votahvammi, nr. 14, framkvæmdaleyfi vegna brúargerðar yfir Gilsá, og nr. 15, framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar á Borgarfjarðarvegi væri bætt inn á dagskrá.
Breytingarnar voru samþykktar samhljóða og uppfærðist röð fundarmála samkvæmt því.

Björn Ingimarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 1.
PH vék yfirgaf fundinn undir liðum 17-19.

1.Bryggja við Hótel Framtíð

Málsnúmer 202106019Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn um uppsetningu bryggju við Hótel Framtíð á Djúpavogi. Málinu var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar af heimastjórn Djúpavogs sem tók vel í erindið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Íbúðarlóðir í Múlaþingi, heildarsýn og framtíðaruppbygging

Málsnúmer 202105281Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til næstu skrefa varðandi hugmynda um þéttingu byggðar á Egilsstöðum.

Frestað.

3.Hleinar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202105160Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar um að vísa byggingaráformum í landi Hleina 1 í grenndarkynningu. Frestur til að tjá sig um kröfuna er til 24. júlí. Fyrir ráðinu liggja drög að umsögn Múlaþings um kæruna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Árskógar 30 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010270Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra byggingaráforma lauk 25. september 2020. Vegna skorts á gögnum var málið ekki tekið fyrir hjá ráðinu að kynningartíma loknum en er það gert nú. Umsögn barst frá Brunavörnum Austurlands en engar athugasemdir frá íbúum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu vegna byggingaráforma við Árskóga 30 er lokið og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202105090Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulags- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Fjarðarheiðarganga. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til auglýsingar og kynningar á lýsingunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir skipulags- og matslýsingu með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum varðandi umsagnaraðila og vísar því til sveitarstjórnar að hún verði auglýst og kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Aðalskipulagsbreyting, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202103148Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 varðandi landnotkun á Davíðsstöðum. Auglýsingatími er liðinn þar sem engar athugasemdir bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 varðandi landnotkun á Davíðsstöðum og leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi skipulagstillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulag, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202103033Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að nýju deiliskipulagi á Davíðsstöðum. Auglýsingu er lokið án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulag, óveruleg breyting, Egilsstaðir, Votihvammur, Ártún 10-16

Málsnúmer 202106190Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá lóðarhafa við Ártún 10-16 um að víkja frá skilmálum deiliskipulags við byggingu á lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta gera óverulega breytingu á deiliskipulagi í Votahvammi skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um málsmeðferð fari samkvæmt 3.mgr. 43.gr. sömu laga varðandi grenndarkynningu. Breytingin felst í því að heimila bílgeymslur við endaíbúðir á lóðinni Ártún 10-16.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ósk um skil á lóð, Borgarfjörður eystri, Flókalundur

Málsnúmer 202106152Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi um skil á lóð á Borgarfirði eystri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um lóð, Borgarfjörður eystri, Flókalundur

Málsnúmer 202106158Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóð á Borgarfirði eystri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að úthluta lóðinni. Lóðarnafni skal breytt og er lagt til að hún fái staðfangið Lækjartún. Breytingu á staðfangi er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari, Egilsstaðir, Traðir og Vellir

Málsnúmer 202106141Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðara á Egilsstöðum. Framkvæmdin felur í sér að grafa tengiholur í gangstéttar og við götubrúnir svo tengja megi heimtaugarör við stofnrör í götum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari, Egilsstaðir, Hlíðar, Ásar, Skógar ofl.

Málsnúmer 202106164Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara víða á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Selá og Háalda

Málsnúmer 202106142Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námum við Háaöldu í Berufirði og Selá í Álftafirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn, þó með þeim skilyrðum varðandi efnismagn sem koma fram í umsögn Fiskistofu, dags. 16.júní 2021, og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Málinu er vísað til heimastjórnar Djúpavogs til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmda í flokki C, sbr. lið 2.04 í Viðauka I við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um framkvæmdaleyfi, brúargerð, Gilsá á Völlum

Málsnúmer 202103079Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna brúargerðar yfir Gilsá á Völlum. Úrskurður Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu liggur fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

15.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Vegagerð á Borgarfjarðarvegi, Borgarfjörður Laufás

Málsnúmer 202106185Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni vegna vegagerðar á Borgarfjarðarvegi, Eiðar-Laufás.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmda í flokki C, sbr. Viðauka I við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Vegagerð á Jökuldalsvegi, Gilsá-Arnórsstaðir

Málsnúmer 202106178Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni vegna vegagerðar á Jökuldalvegi, Gilsá-Arnórsstaðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn með því fráviki að náma C fellur út þar sem hún er ekki skilgreind í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Umsókn um framkvæmdaleyfi, vegagerð á Upphéraðsvegi um Ásklif

Málsnúmer 202103080Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni vegna vegagerðar á Upphéraðsvegi um Ásklif.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist og breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 varðandi nýjar námur hefur verið staðfest. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmda í flokki C, sbr. Viðauka I við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðar - umsagnarferli

Málsnúmer 202105272Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá Vatnajökulsþjóðgarði um breytingartillögu á stjórnar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, 3. útgáfu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fram lagða breytingartillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Kerfisáætlun 2021-2030

Málsnúmer 202106069Vakta málsnúmer

Kerfisáætlun lögð fram til kynningar í annað sinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fram lagða áætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?