Fara í efni

Gjaldtaka fyrir efnisnám í landi Múlaþings

Málsnúmer 202103037

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 19. fundur - 21.04.2021

Umhverfis- og framkvæmdamálastjóri kynnti hugmyndir um gjaldtöku vegna efnistöku í landi sveitarfélagsins.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 20. fundur - 28.04.2021

Umhverfis- og framkvæmdamálastjóri lagði fram tillögu að gjaldskrá fyrir efnisnám í landi sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Lagt er til að gjaldskrá fyrir óunna grús úr efnisnámum í landi Múlaþings verði 183 kr/m3 og verði gjaldið sett í gjaldskrá áhaldahúss sem verði uppfærð miðað við byggingarvísitölu í janúar á hverju ári. Verkefnastjóra fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði og forstöðumönnum þjónustumiðstöðva/áhaldahúsa í hverjum þéttbýliskjarna verði falin umsjón með sölu á efni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?