Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

20. fundur 28. apríl 2021 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir lið nr. 1. Sigurður Jónsson starfsmaður sat fundinn undir liðum nr. 5-8 og María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi sat fundinn undir liðum nr. 5-15.

1.Hreinsunarátak 2021

Málsnúmer 202104224Vakta málsnúmer

Formaður kynnti drög að hreinsunarátaki fyrir sumarið.

Málið er í vinnslu.

2.Vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja bókanir frá heimastjórn Borgarfjarðar og sveitastjórn er varða snjómokstur milli þéttbýliskjarna í sveitarfélaginu. Sveitastjórn hefur falið umhverfis- og framkvæmdaráði að skoða tímasetningar snjómoksturs með tillit til þess að sveitarfélagið geti talist eitt atvinnusóknarsvæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni ráðsins og framkvæmda- og umhverfismálastjóra að falast eftir fundi við Vegagerðina þar sem farið verður yfir stöðu þessara mála. Fyrir þann fund verði kallað eftir upplýsingum frá starfsfólki sveitarfélagsins og íbúum í dreifbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Gjaldtaka fyrir efnisnám í landi Múlaþings

Málsnúmer 202103037Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdamálastjóri lagði fram tillögu að gjaldskrá fyrir efnisnám í landi sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Lagt er til að gjaldskrá fyrir óunna grús úr efnisnámum í landi Múlaþings verði 183 kr/m3 og verði gjaldið sett í gjaldskrá áhaldahúss sem verði uppfærð miðað við byggingarvísitölu í janúar á hverju ári. Verkefnastjóra fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði og forstöðumönnum þjónustumiðstöðva/áhaldahúsa í hverjum þéttbýliskjarna verði falin umsjón með sölu á efni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Frágangur við Furuvelli annars vegar og lóðar Íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 202104218Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Brodda Bjarnasyni, íbúa við Furuvelli 1 á Egilsstöðum, er varðar umhverfisfrágang á lóð íþróttamiðstöðvarinnar. Framkvæmda- og umhverfismálastjóri upplýsti um fyrirhugaðar framkvæmdir á og við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.
Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum við planið í sumar, stefnt er að því að vinna að hönnun svæðisins sem fyrst þar sem tekið verður tillit til sem flestra þátta er varða notendur hússins og umferðaröryggis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að svara því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Borgarfjörður aðalskipulagsbreyting Gamla frystihúsið Blábjörg

Málsnúmer 202102107Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bréf frá Vegagerðinni með athugasemdum varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðar. Athugsemd er einkum gerð við að ekki sé í tillögunni gert ráð fyrir frekari vörnum gegn sjávarflóðum á skipulagssvæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að gera breytingu á fyrirliggjandi tillögu, þannig að gert sé ráð fyrir viðameiri vörnum gegnum sjávarflóðum. Einnig verði í tillögunni gerð grein fyrir þeim hönnunarráðstöfunum sem framkvæmdaaðilar hafa gert til að verjast ágangi sjávar. Við uppfærslu tillögunnar verði tekið tillit til ábendinga sérfræðinga á siglingasviði Vegagerðarinnar. Uppfærðri tillögu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, Steinaborg

Málsnúmer 202104051Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir Steinaborg í Berufirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulagsbreyting, Fossgerði

Málsnúmer 202104060Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Birni Sveinssyni, f.h. lóðarhafa að Faxagerði 5 í Fossgerði, ásamt umsókn um byggingarleyfi á þeirri lóð. Málið var áður tekið fyrir á 19. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21. apríl 2021. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu annars vegar til þess að heimila frávik frá gildandi skipulagi við útgáfu byggingarleyfis og hins vegar að breyta gildandi skipulagsskilmálum á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að heimila frávik frá skipulagsskilmálum svæðisins í samræmi við það sem fram kemur í umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthúsi að Faxagerði 5, enda eru frávikin óveruleg og skerða ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Jafnframt samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við endurskoðun á skilmálum deiliskipulagsins þannig að þeir endurspegli betur þá framkvæmd sem verið hefur á uppbyggingu á svæðinu. Haft verði samráð við fulltrúa Hestaeigendafélagsins í Fossgerði varðandi mótun nýrra skilmála. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Austurvegur 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010518Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsinu að Austurvegi 22 á Seyðisfirði. Húsið er á hverfisverndarsvæði H1 samkvæmt aðalskipulagi en ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að grenndarkynna áform umsækjanda í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir nágrönnum að Austurvegi 20, 21, 23, 29 og 30 og að Miðtúni 2,4 og 6. Umsagnaraðilar verði Brunavarnir Austurlands, Minjastofnun, HEF veitur og HAUST.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Bjarkarhlíð 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202012122Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi varðandi atvinnustarfsemi við Bjarkarhlíð 2. Undir erindið skrifa Diana Divileková og Hjörtur Magnason, dýralæknar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um lóð, Djúpivogur, frístundabyggð neðan Steinsstaða

Málsnúmer 202104107Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóð undir frístundahúsabyggð neðan Steinsstaða á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar umsókn um lóð með vísan til þess að unnið hefur verið að gerð deiliskipulags undir íbúðabyggð á svæðinu en ekki gert ráð fyrir frístundabyggð þar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Fundargerð byggingarnefndar frá 15. apríl lögð fram til kynningar.

12.Strandsvæðisskipulag á Austfjörðum

Málsnúmer 202104121Vakta málsnúmer

Umfjöllun um málið er vísað til næsta fundar.

13.Umsagnarbeiðni um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál.

Málsnúmer 202104074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Umsagnarbeiðni um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál

Málsnúmer 202104076Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Umsagnarbeiðni um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 482011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál.

Málsnúmer 202104075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?