Fara í efni

Samningar um framsal á einkarétti og flutning eigna til HEF

Málsnúmer 202103051

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 9. fundur - 10.03.2021

Til máls tóku: Björn Ingimarsson og Þröstur Jónsson.

Fyrir lá bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 02.03.2021, þar sem lagt er til að sveitarstjórn veiti sveitarstjóra umboð til að undirrita samninga varðandi frágang kaupa Hitaveitu Egilsstaða og Fella á veitum sveitarfélaganna er sameinast hafa í Múlaþing. Jafnframt er lagt til að sveitarstjóra verði veitt umboð til að undirrita samninga um framsal á einkarétti Múlaþings til vatns- og fráveitustarfsemi til Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur byggðaráðs Múlaþings varðandi samninga um framsal á einkarétti og eignum til Hitaveitu Egilsstaða og Fella og veitir sveitarstjóra umboð til að undirrita gögn er því tengjast.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?