Fara í efni

Gilsá á Völlum_Umsókn um framkvæmdaleyfi,

Málsnúmer 202103079

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 19. fundur - 21.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu brúar yfir Gilsá á Völlum, vegtengingum og efnistöku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi en leggur til að við útgáfu leyfisins verði það skilyrt í samræmi við ábendingar Minjavarðar Austurlands þar sem friðaðar minjar eru í nágrenni framkvæmdasvæðisins. Þá áréttar ráðið að mikilvægt sé að tekið verði tillit til ábendinga Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu varðandi efnistöku. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 8. fundur - 03.05.2021

Fyrir liggur umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu brúar yfir Gilsá á Völlum, vegtengingum og efnistöku.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi en leggur til að við útgáfu leyfisins verði það skilyrt í samræmi við ábendingar Minjavarðar Austurlands þar sem friðaðar minjar eru í nágrenni framkvæmdasvæðisins. Þá áréttar ráðið að mikilvægt sé að tekið verði tillit til ábendinga Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu varðandi efnistöku. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og áréttar ábendingar Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu varðandi efnistöku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 27. fundur - 30.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna brúargerðar yfir Gilsá á Völlum. Úrskurður Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu liggur fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 11. fundur - 05.07.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna brúargerðar yfir Gilsá á Völlum. Úrskurður Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu liggur fyrir.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?