Fara í efni

Miðás 26 og 47 sameining lóða og nýr Lóðaleigusamningur,

Málsnúmer 202103094

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til afsláttar á gatnagerðargjöldum umræddra lóða, sem hafa nú verið sameinaðar. Framkvæmda- og umhverfismálastjóri gerði grein fyrir málinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að komist hafi á samkomulag milli lóðarhafa og Fljótsdalshéraðs um veitingu 70% afsláttar af gatnagerðargjöldum samkvæmt þágildandi gjaldskrá sveitarfélagsins. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að láta innheimta gatnagerðargjöld af sameinaðri lóð í samræmi við framangreint.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?