Fara í efni

Húsnæði skólastofnana Múlaþings

Málsnúmer 202103106

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Kjartan Róbertsson, verkefnisstjóri framkvæmdamála, fór í upphafi yfir forsendur þeirra upplýsinga sem eru til um ástand þess húsnæðis sem hýsir skólastarf í sveitarfélaginu. Mikilvægt væri að hafa heildstætt, sambærilegt yfirlit yfir ástand á húsnæði sveitarfélagsins. Kjartan telur farsælast að sami aðili tæki að sér að gera úttekt á húsnæðinu til að tryggja sambærilega heildarsýn.

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri í Tjarnarskógi, benti á mikilvægi þess að starfandi væri húsvörður í fleiri skólastofnunum en nú eru starfandi húsverðir í Egilsstaðaskóla og Seyðisfjarðarskóla. Vel mætti hugsa sér að húsvörður sinnti fleiri en einni stofnun. Kjartan tók undir mikilvægi þess að víðar væru húsverðir starfandi.

Rætt um að mikilvægt sé að hafa hvoru tveggja í huga, ástand húsnæðis og þörf stofnunar þegar ákveðið er hvar og hvernig á að bregðast við framkvæmdum sem snúa að aðstöðu í skólastofnunum.

Til kynningar.
Var efnið á síðunni hjálplegt?