Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

15. fundur 16. mars 2021 kl. 12:30 - 16:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Undir lið 1 á dagskrá fundarins mættu sem áheyrnarfulltrúar grunnskóla Þórunn Hrund Óladóttir, Hrefna Hlín Sigurðardóttir, Hrund Erla Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir, Hlín Pétursdóttir Behrens og áheyrnarfulltrúi leikskóla Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir. Auk þeirra skólatjórarnir Ruth Magnúsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir og Drífa Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla mættu jafnframt undir liðum 2 og 6-10. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir og Guðrún Sigríður Sigurðardóttir mættu jafnframt undir liðum 3-8.

Kjartan Róbertsson, verkefnisstjóri fasteigna tók þátt í fundinum undir liðum 1-4.

1.Húsnæði skólastofnana Múlaþings

Málsnúmer 202103106Vakta málsnúmer

Kjartan Róbertsson, verkefnisstjóri framkvæmdamála, fór í upphafi yfir forsendur þeirra upplýsinga sem eru til um ástand þess húsnæðis sem hýsir skólastarf í sveitarfélaginu. Mikilvægt væri að hafa heildstætt, sambærilegt yfirlit yfir ástand á húsnæði sveitarfélagsins. Kjartan telur farsælast að sami aðili tæki að sér að gera úttekt á húsnæðinu til að tryggja sambærilega heildarsýn.

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri í Tjarnarskógi, benti á mikilvægi þess að starfandi væri húsvörður í fleiri skólastofnunum en nú eru starfandi húsverðir í Egilsstaðaskóla og Seyðisfjarðarskóla. Vel mætti hugsa sér að húsvörður sinnti fleiri en einni stofnun. Kjartan tók undir mikilvægi þess að víðar væru húsverðir starfandi.

Rætt um að mikilvægt sé að hafa hvoru tveggja í huga, ástand húsnæðis og þörf stofnunar þegar ákveðið er hvar og hvernig á að bregðast við framkvæmdum sem snúa að aðstöðu í skólastofnunum.

Til kynningar.

2.Erindi frá foreldrafélagi grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla - Nýbygging skóla

Málsnúmer 202102229Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings tekur undir bókun byggðaráðs á 14. fundi 2. mars sl. þar sem byggðaráð tekur undir með stjórn foreldrafélags grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla og beinir því til sveitarstjórnar að horft verði til varanlegra lausna við ákvörðunartöku varðandi framtíðarskipulag og fjárfestingar er tengjast grunnskólastarfsemi á Seyðisfirði.

Fjölskylduráð samþykkir eins og byggðaráð að taka málið aftur fyrir þegar vinna á vegum umhverfis- og framkvæmdaráðs og fræðslustjóra um bráðavanda Seyðisfjarðarskóla liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Ástand leikvalla á Seyðisfirði

Málsnúmer 202103066Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu upplýsingar um að brugðist hafi verið við þeim atriðum sem bent er á í erindinu.

Kjartan Róbertsson fór yfir það verkferli sem viðhaft var á Fljótsdalshéraði varðandi eftirlit með leiksvæðum en stefnt er að því að tryggja markvisst eftirlit með ástandi leiksvæða í sameinuðu sveitarfélagi, þar sem sérmenntaður starfsmaður framkvæmdasviðs fer með fulltrúa HAUST í úttektir og tryggir að úrbætur séu unnar.

Lagt fram til kynningar.

4.Byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Sumarskipulag leikskóla Múlaþings

Málsnúmer 202101120Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað til næsta fundar í fjölskylduráði.

6.Sérfræðiþjónusta skóla

Málsnúmer 202012040Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð leggur til að stofnaður verði stýrihópur sem móti skipulag og verkferla skólaþjónustu Múlaþings þegar þjónustan flyst til sveitarfélagsins. Í stýrihópnum verði fulltrúar skólastjórnenda leik- og grunnskóla, sérkennslustjóra og/eða deildarstjóra í leik- og grunnskólum auk fulltrúa meirihluta og minnihluta í fjölskylduráði. Fræðslustjóri, leikskólafulltrúi og ritari fjölskyldusviðs starfi með hópnum eftir atvikum. Stýrihópurinn skal hafa samráð við og funda með skólastjórum leik- og grunnskóla auk sérkennslustjórum og deildarstjórum sérkennslu í skólum sveitarfélagsins.

Leitast verður við að tilnefningar liggi fyrir í viku 12 og stýrihópurinn hefji störf sem fyrst eftir páska.

Fræðslustjóra falið að kalla stýrihópinn saman.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Umsagnarbeiðni um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.

Málsnúmer 202103069Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Barnvæn sveitarfélög

Málsnúmer 202103103Vakta málsnúmer

Forsendur þess að sveitarfélög gerist barnvæn sveitarfélög ræddar og hvað felst í þátttöku í slíku verkefni.

Fjölskylduráð telur verkefnið áhugavert og óskar eftir að ungmennaráð taki málið til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 71998 (menntun og eftirlit), 562. mál.

Málsnúmer 202103052Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Námsgögn í grunnskólum

Málsnúmer 202103108Vakta málsnúmer

Farið yfir forsendur kostnaðar við námsgögn í grunnskólum en kostnaður skólanna vegna fjölbreyttra námsgagna hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum þrátt fyrir að kostnaður við námsgögn hafi verið eftir hjá ríkinu við yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna.

Hrefna Hlín Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi kennara, benti á mikilvægi þess að geta beitt fjölbreyttum námsaðferðum í samræmi við aðalnámskrá og þar liggi mikil tækifæri í ýmsum smáforritum og búnaði sem skólarnir þurfi að greiða fyrir af eigin fjárveitingum.

Fram kom að framlög frá ríkinu til námsgagna hafa rýrnað mjög frá yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna. Fjölskylduráð hvetur til að sveitarstjórn beiti sér fyrir að framlög ríkisins til námsgagna verði aukin og fjölbreytni tryggð svo betur sé hægt að mæta viðmiðum aðalnámskrár í skóla á 21. öldinni.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Vettvangsferðir fjölskylduráðs

Málsnúmer 202103107Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð undirbýr vettvangsferð til að skoða stofnanir á fjölskyldusviði. Stefnt er að slíkum heimsóknum sem fyrst eftir páska.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?