Fara í efni

Lóðaúthlutun skv. dsk, Borgarfjörður, Bakkavegur

Málsnúmer 202103109

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja þrjár umsóknir um lóðina Bakkavegur 26 á Borgarfirði, í kjölfar auglýsingar eftir að nýtt deiliskipulag hafði verið samþykkt fyrir svæðið. Varpað verður hlutkesti milli umsækjenda, í samræmi við gildandi reglur um úthlutun lóða eftir auglýsingu.

Þar sem umsóknir eru þrjár er hverri þeirra úthlutað tveimur tölum á sex hliða teningi. Umsækjendur eru eftirtaldir:
Jónína L. Kristjánsdóttir ásamt Jóni H.H. Kristinssyni. Tölurnar 1 og 2.
Karolina Szymczak ásamt Austen Sheen. Tölurnar 3 og 4.
Arngrímur Viðar Ásgeirsson. Tölurnar 5 og 6.

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kastaði teningi, í votta viðurvist, og upp kom talan 6.

Þar næst var varpað hlutkesti um hvor hinna umsækjendanna skuli vera annar í röðinni að fá lóðinni úthlutað, verði ekki af úthlutun hennar til þess sem hana hlaut í fyrra hlutkesti.

Jónína L. Kristjánsdóttir ásamt Jóni H.H. Kristinssyni. Tölurnar 1, 2 og 3.
Karolina Szymczak ásamt Austen Sheen. Tölurnar 4, 5 og 6.

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kastaði teningi, í votta viðurvist, og upp kom talan 1.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tvær umsóknir um lóðina Bakkavegur 22 á Borgarfirði, í kjölfar auglýsingar eftir að nýtt deiliskipulag hafði verið samþykkt fyrir svæðið. Varpað verður hlutkesti milli umsækjenda, í samræmi við gildandi reglur um úthlutun lóða eftir auglýsingu.

Þar sem umsóknir eru tvær er hverri þeirra úthlutað þremur tölum á sex hliða teningi. Umsækjendur eru eftirtaldir:
Jónína L. Kristjánsdóttir ásamt Jóni H.H. Kristinssyni. Tölurnar 1, 2 og 3.
Karolina Szymczak ásamt Austen Sheen. Tölurnar 4, 5 og 6.

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kastaði teningi, í votta viðurvist, og upp kom talan 4.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðanna Bakkavegur 22 og 26 í samræmi við framangreindar niðurstöður hlutkestis milli umsækjenda. Aðrar lóðir innan sama skipulags, sem ekki var sótt um í kjölfar auglýsingarinnar og ekki hafði verið úthlutað af Borgarfjarðarhreppi, skal bætt við lista yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?