Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

16. fundur 17. mars 2021 kl. 08:30 - 12:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson formaður
 • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Kjartan Róbertsson umsjónamaður fasteigna
 • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
 • María Markúsdóttir starfsmaður
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari
Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir liðum nr. 1.-7. Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri sat fundinn undir liðum nr. 1-17. María Markúsdóttir starfsmaður og Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi sátu fundinn undir liðum nr. 10-17. Kjartan Róbertsson verkefnastjóri framkvæmdamála sat fundinn undir lið 18.

1.Vinnuskóli 2021

Málsnúmer 202101159Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir tillögur að fyrirkomulagi vinnuskóla og fjárhagslegar forsendur þeirra. Ráðið er sammála um að ástæða sé til að boða sérstakan vinnufund þar sem nánar verður farið yfir málið með því starfsfólki sveitarfélagsins sem að því kemur.

Málið er í vinnslu.

2.Refa- og minkaveiðar í Múlaþingi

Málsnúmer 202103007Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir fyrirkomulag refa- og minkaveiða í þeim sveitarfélögum sem sameinuðust í Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að ræða við þá sem sinnt hafa refa- og minkaveiðum innan sveitarfélagsins utan Fljótsdalshéraðs og bjóða þeim samning til eins árs um veiðar á sínu svæði á sambærilegum kjörum og giltu á Fljótsdalshéraði. Verkefnastjóra er einnig falið að gera tillögur um framtíðarskipulag þessara mála meðal annars með tilliti til þeirra áætlana og upplýsinga sem liggja fyrir hjá Umhverfisstofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um styrk til samgönguleiða (styrkvegir)

Málsnúmer 202102257Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir fyrirkomulag umsókna sveitarfélagsins um framlag af styrkvegafé Vegagerðarinnar. Fyrir fundinum lá einnig tölvupóstur frá þjóðgarðsverði Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem farið var yfir hvernig staðið er að umsóknum þjóðgarðsins um framlög í samskonar verkefni innan hans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að taka saman sérstaka styrkvegaskrá Múlaþings, þar sem tilgreindir verði þeir vegir og slóðar, utan marka Vatnajökulsþjóðgarðs, sem sveitarfélagið sér fyrir sér að nýta styrkvegafé í á næstu árum. Í framhaldi verði vegum á skránni forgangsraðað. Jafnframt er verkefnastjóra umhverfismála falið að undirbúa umsókn til Vegagerðarinnar fyrir yfirstandandi ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Samþykkt um lausagöngu stórgripa í Múlaþingi

Málsnúmer 202102195Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa í Múlaþingi. Samþykktin byggir á samskonar samþykkt sem í gildi hefur verið á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Samþykkt um hænsnahald í Múlaþingi

Málsnúmer 202102197Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að samþykkt um hænsnahald í þéttbýli í Múlaþingi. Samþykktin byggir á samskonar samþykkt sem í gildi hefur verið á Fljótsdalshéraði. Fram komu ábendingar um hvort hugsanlega sé betra að samþykktin nái til allra alifugla og búfjárhalds í þéttbýli almennt.

Málið er í vinnslu.

6.Samþykkt um fráveitur í Múlaþingi

Málsnúmer 202102250Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að samþykkt um fráveitur í Múlaþingi. Drög að fráveitusamþykkt voru samþykkt á 160. fundi Heilbrigðinefndar Austurlands þann 24.febrúar 2021 og send sveitarstjórn Múlaþings til efnislegrar meðferðar í framhaldi af því, í samræmi við 2. mgr. 59.gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsóknir Múlaþings um styrki til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2020

Málsnúmer 202011024Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri gerði grein fyrir úthlutunum úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Þrjú verkefni hlutu styrk úr sjóðnum; Útsýnissvæði við Bjólf í Seyðisfirði hlaut 9,5 milljónir fyrir hugmyndasamkeppni, Djúpavogskörin fengu 3,43 milljónir fyrir gerð deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi og verkefnið Göngustígar í Seyðisfirði: Gufufoss og Fjarðarsel hlaut 22,89 milljónir í framkvæmdir.
Auk þess hlutu fleiri verkefni innan sveitarfélagsins styrk úr framkvæmdasjóði.

Lagt fram til kynningar.

8.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdaráðs

Málsnúmer 202011150Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti tillögur að breytingu á fjárfestingaáætlun með tilliti til yfirstandandi verkefna. Lagðar eru til eftirfarandi breytingar:
Sparkvöllur á Egilsstöðum-suðursvæði, 5 milljónir, tekið af liðnum "Annað óskilgreint".
Fjölnota tæki fyrir áhaldahúsið á Djúpavogi, 8 milljónir, tekið af liðnum "Djúpivogur Þjónustumiðstöð".
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, 3 milljónir, tekið af liðnum "Seyðisfjörður Miðbæjarsvæði við Lónið".

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fram lagðar tillögur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Beiðni um niðurfellingu á sorphirðugjöldum

Málsnúmer 202101272Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um niðurfellingu á sorphirðugjöldum.

Frestað.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi smávirkjun í Loðmundafirði

Málsnúmer 202103077Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs um framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun í Loðmundarfirði til að þjónusta skála félagsins þar. Um er að ræða land og vatnsréttindi í eigu ríkisins. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er Loðmundarfjörður skilgreindur sem landbúnaðarsvæði sem nýtur hverfisverndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að framkvæmdin sem sótt er um leyfi fyrir kalli á breytingu á aðalskipulagi. Skipulagsfulltrúa er falið að vera í sambandi við umsækjanda um næstu skref og málinu er vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fellabær - Umsókn um lóð undir spennistöð við Herði (Valgerðarstöðum)

Málsnúmer 202010624Vakta málsnúmer

Við gerð lóðablaðs kom í ljós að götuheiti er ekki til staðar. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem fram kemur sú tillaga að gatan fái heitið Valgerðarvegur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur rétt að gangast fyrir því að gatan fái nafn og beinir erindinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem taki ákvörðun um nafnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Valgerðarstaðir nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202102240Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag atvinnusvæðis við Valgerðarstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu og að hún verði kynnt í samræmi við ákvæði 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um lóð, Egilsstaðir, Bláargerði 69

Málsnúmer 202103039Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Bláargerði 69 á Egilsstöðum til að reisa þar einbýlishús. Deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Egilsstaðir Klettasel 2-4 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 202012051Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem fram kemur beiðni lóðarhafa að Klettaseli 2-4 á Egilsstöðum um að víkja óverulega frá skilmálum deiliskipulags við byggingu á lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þess að frávik frá skilmálum deiliskipulags séu svo óveruleg að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð erindið en vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um lóð, Djúpivogur, Borgarland 46 og 48

Málsnúmer 202103102Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Borgarland 46-48 á Djúpavogi til að reisa þar parhús. Deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um lóð, Djúpivogur, Borgarland 54

Málsnúmer 202103091Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Borgarland 54 á Djúpavogi til að reisa þar einbýlishús. Deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Lóðaúthlutun skv. dsk, Borgarfjörður, Bakkavegur

Málsnúmer 202103109Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja þrjár umsóknir um lóðina Bakkavegur 26 á Borgarfirði, í kjölfar auglýsingar eftir að nýtt deiliskipulag hafði verið samþykkt fyrir svæðið. Varpað verður hlutkesti milli umsækjenda, í samræmi við gildandi reglur um úthlutun lóða eftir auglýsingu.

Þar sem umsóknir eru þrjár er hverri þeirra úthlutað tveimur tölum á sex hliða teningi. Umsækjendur eru eftirtaldir:
Jónína L. Kristjánsdóttir ásamt Jóni H.H. Kristinssyni. Tölurnar 1 og 2.
Karolina Szymczak ásamt Austen Sheen. Tölurnar 3 og 4.
Arngrímur Viðar Ásgeirsson. Tölurnar 5 og 6.

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kastaði teningi, í votta viðurvist, og upp kom talan 6.

Þar næst var varpað hlutkesti um hvor hinna umsækjendanna skuli vera annar í röðinni að fá lóðinni úthlutað, verði ekki af úthlutun hennar til þess sem hana hlaut í fyrra hlutkesti.

Jónína L. Kristjánsdóttir ásamt Jóni H.H. Kristinssyni. Tölurnar 1, 2 og 3.
Karolina Szymczak ásamt Austen Sheen. Tölurnar 4, 5 og 6.

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kastaði teningi, í votta viðurvist, og upp kom talan 1.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tvær umsóknir um lóðina Bakkavegur 22 á Borgarfirði, í kjölfar auglýsingar eftir að nýtt deiliskipulag hafði verið samþykkt fyrir svæðið. Varpað verður hlutkesti milli umsækjenda, í samræmi við gildandi reglur um úthlutun lóða eftir auglýsingu.

Þar sem umsóknir eru tvær er hverri þeirra úthlutað þremur tölum á sex hliða teningi. Umsækjendur eru eftirtaldir:
Jónína L. Kristjánsdóttir ásamt Jóni H.H. Kristinssyni. Tölurnar 1, 2 og 3.
Karolina Szymczak ásamt Austen Sheen. Tölurnar 4, 5 og 6.

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kastaði teningi, í votta viðurvist, og upp kom talan 4.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðanna Bakkavegur 22 og 26 í samræmi við framangreindar niðurstöður hlutkestis milli umsækjenda. Aðrar lóðir innan sama skipulags, sem ekki var sótt um í kjölfar auglýsingarinnar og ekki hafði verið úthlutað af Borgarfjarðarhreppi, skal bætt við lista yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Fundargerðir byggingarnefndar lagðar fram til kynningar.

Kjartan Róbertsson, verkefnastjóri framkvæmdamála, fór yfir stöðuna.

19.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fundargerðir byggingarnefndar lagðar fram til kynningar.

20.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2021

Málsnúmer 202102260Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

21.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2020

Málsnúmer 202102046Vakta málsnúmer

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

22.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202103053Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?