Fara í efni

Tjón á birgðastöð Olíudreifingar á Seyðisfirði

Málsnúmer 202103124

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Málinu er frestað til næsta fundar ráðsins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Olíudreifing hefur óskað eftir því að sveitarfélagið taki til skoðunar hvort grundvöllur sé til úrbóta eða mögulegra bóta vegna tjóns sem varð á olíubirgðageymi félagsins í kjölfar uppdælingar á sandi undan lóð félagsins sumarið 2017. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði gerði ráðinu grein fyrir málinu. Í máli hans kom fram að grjótvörn við hafnarkantinn hafði einnig skemmst í kjölfar dýpkunarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að öll ábyrgð á dýpkunarframkvæmdinni og afleiðingum hennar liggi hjá Vegagerðinni sem framkvæmdaraðila og beinir því til Olíudreifingar að óska svara þaðan.
Ráðið felur hafnastjóra að láta kalla eftir afstöðu Vegagerðarinnar til þess tjóns sem hefur orðið á mannvirkjum sveitarfélagsins. Jafnframt óskar ráðið eftir því að Vegagerðin láti í té þau hönnungargögn sem lágu til grundvallar dýpkuninni sem allra fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 24. fundur - 02.06.2021

Fyrir ráðinu liggur afstaða Vegagerðarinnar til málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Lagt fram til kynningar og framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að koma erindinu á framfæri við Olíudreifingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?