Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

24. fundur 02. júní 2021 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
 • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
 • Vordís Svala Jónsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir liðum nr. 1-2, Vordís Svala Jónsdóttir verkefnastjóri fjármála sat fundinn undir lið nr. 4 og nr. 15, Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir liðum nr. 5-10.

1.Reglur Múlaþings um garðslátt

Málsnúmer 202105258Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að reglum Múlaþings um garðslátt fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja. Drögin voru samþykkt í fjölskylduráði Múlaþings 25. maí 2021.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir reglur um garðslátt í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tillaga að hundasvæði á Egilsstöðum.

Málsnúmer 202102176Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við hundasvæði á Egilsstöðum er lokið. Ein athugasemd barst og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til hennar.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að setja upp tímabundið hundasvæði á áður auglýstum stað með vísan í svæðið sem kynnt var í grenndarkynningu. Ráðið tekur undir bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um að hundasvæðum innan sveitarfélagsins verði fundin varanleg framtíðarstaðsetning í nýju aðalskipulagi Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samfélagslegt gróðurhús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202105002Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur erindi frá Kristínu Amalíu Atladóttur þar sem hún kynnir hugmyndir að samfélagsgróðurhúsi á Egilsstöðum. Málið var áður tekið fyrir á fundi byggðaráðs sem vísaði því til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði í tengslum við endurskoðun deiliskipulags á umræddu svæði.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið. Umrædd bygging er í notkun sem stendur, bæði af sveitarfélaginu og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Ráðið hvetur Kristínu til að vinna áfram að stofnun félagasamtaka um verkefnið og vera í framhaldi í samtali við sveitarfélagið um útfærslur og staðsetningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Íbúðarlóðir í Múlaþingi, heildarsýn og framtíðaruppbygging

Málsnúmer 202105281Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að ræða um framboð lóða undir íbúðarhúsnæði á Egilsstöðum og Fellabæ með sérstakri áherslu á þéttingu byggðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir tillögum frá íbúum um svæði sem hægt væri að þétta byggð á Egilsstöðum og í Fellabæ. Hugmyndum skal skilað til framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings fyrir 21. júní næstkomandi.

Umhverfis og framkvæmdaráð beinir því til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að láta hefja vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi í Votahvammi þar sem áhersla verður lögð á virkt samráð við íbúa og verktaka. Ráðið telur mikilvægt að horfa til þess að við gerð nýs skipulags verði horft til gildandi húsnæðisáætlunar Fljótsdalshéraðs en þar er talin þörf á húsnæði fyrir eldri borgara, byggingu minni og meðalstórra íbúða í minni fjölbýlishúsum til blands við byggingu félagslegs húsnæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Seyðisfjörður breyting á aðalskipulagi vegna Vesturvegar 4

Málsnúmer 202102153Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur umsögn Skipulagsstofnunar um breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna Vesturvegar 4. Taka þarf afstöðu til umsagnarinnar og taka ákvörðun um breytingar á tillögunni.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að gert verði ráð fyrir 5-6 bílastæðum í skipulagstillögunni án þess að byggingarmagn lóða verði aukið. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu og auglýsingar í framhaldi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að fjalla um umsagnir og athugasemdir sem hafa borist við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna námu í Stafdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu og auglýsingar í framhaldi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Valgerðarstaðir nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202102240Vakta málsnúmer

Umsagna og athugasemdafrestur við lýsingu deiliskipulags á Valgerðarstöðum rann út 12.maí. Fyrir ráðinu liggur að fjalla um umsagnir og athugasemdir auk þess að móta frekari áherslur skipulagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna vinnslutillögu fyrir deiliskipulagið og vera í samráði við áhugasama aðila um aðkomu að því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.EGS - Lagarás 21

Málsnúmer 202101236Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á vegum Ársala bs. við Lagarás 21-33 á Egilsstöðum. Tillögurnar eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að farið verði í breytingar á deiliskipulagi svæðisins og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum með handauppréttingu, KL situr hjá.

9.Skólavegur 1 - Seyðisfjörður - OneLandRobot - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202011018Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til nýrrar grenndarkynningar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Grunnskólann á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr Skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar eru HEF, Rarik, Vinnueftirlitið, Haust, Minjastofnun Íslands og Brunavarnir á Austurlandi. Grenndarkynning nái til eigenda eftirtalinna fasteigna: Austurvegar 12 og 12B, Miðtúns 11, 13 og 16, Túngötu 4, 6, 8, 9, 10 og 11.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Egilsstaðir, ljósleiðari

Málsnúmer 202105300Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar og útgáfu framkvæmdaleyfis þar sem fyrirhuguð framkvæmd er ekki í samræmi við skipulagsáætlanir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því að umsækjandi afli umsagna frá HEF og Minjastofnun. Ráðið heimilar útgáfu framkvæmdaleyfis liggi þessar umsagnir fyrir og verði það skilyrt með samþykki lóðarhafa. Málinu verði vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar þegar gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um lóð, Egilsstaðir, Hamrar 21

Málsnúmer 202105277Vakta málsnúmer

KL vekur athygli á vanhæfi sínu og formaður úrskurðar um augljóst vanhæfi.

Fyrir ráðinu liggur umsókn um lóð að Hömrum 21 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um breytingu á lóðamörkum, Seyðisfjörður, Vesturvegur 11

Málsnúmer 202105299Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um stækkun lóðar við Vesturveg 11 á Seyðisfirði. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta gera breytingu á lóðablaði í samræmi við umsókn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Tjón á birgðastöð Olíudreifingar á Seyðisfirði

Málsnúmer 202103124Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur afstaða Vegagerðarinnar til málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Lagt fram til kynningar og framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að koma erindinu á framfæri við Olíudreifingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Stjórnunar- og verndaráætlun VJÞ - umsagnarferli

Málsnúmer 202105272Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá Vatnajökulsþjóðgarði um breytingartillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, 3. útgáfu.

Lagt fram til kynningar, mál kemur aftur til umfjöllunar nefndarinnar á síðasta fundi í júní.

15.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir starfsemi á sviðinu og fyrirkomulag á afgreiðslu erinda. Einnig voru kynntir nýir verkferlar sem verið er að innleiða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð notar tækifærið og hrósar starfsmönnum sviðsins fyrir greinargóða verkferla og góð störf á undanförnum misserum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?