Fara í efni

Endurskoðun aðalskipulags Fjarðabyggðar

Málsnúmer 202103147

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Borist hefur beiðni um umsögn um vinnslutillögu fyrir endurskoðun aðalskipulags Fjarðabyggðar. Tillagan er eingöngu sett fram á stafrænu formi og má sjá á slóðinni: https://fjardabyggd.alta.is/

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 33. fundur - 29.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá Fjarðarbyggð dags. 23. september 2021 við tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 sem nú er auglýst sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er eingöngu sett fram á stafrænu formi og má sjá á slóðinni: https://fjardabyggd.alta.is/tillaga

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að taka saman drög að umsögn sem lögð verði fyrir fund ráðsins 20. október nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 35. fundur - 20.10.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá Fjarðarbyggð dags. 23. september 2021 við tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 sem nú er auglýst sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er eingöngu sett fram á stafrænu formi og má sjá á slóðinni: https://fjardabyggd.alta.is/tillaga

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að nauðsynlegt er að fara betur yfir mörk sveitarfélaganna og yfirfara samræmi á skipulagsáætlunum og þeim innviðum sem þar tengjast. M.a. virðist vanta tengingar orku- og fjarskipta frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar á kortið og einnig þyrfti að fara yfir gönguleiðir sem eru markaðar milli sveitarfélaganna á mörkum þeirra. Að öðru leyti gerir Múlaþing ekki athugasemdir við áætlunina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?