Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

33. fundur 29. september 2021 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
  • Vordís Svala Jónsdóttir starfsmaður
  • Kjartan Róbertsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Vordís Svala Jónsdóttir verkefnastjóri fjármála sat fundinn undir lið nr. 1, Kjartan Róbertsson verkefnastjóri framkvæmda sat fundinn undir liðum nr. 3 og 4 og Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi undir liðum nr. 9-14.

Pétur Heimisson vék af fundi undir lið nr. 3.

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2022

Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að rekstraráætlun sviðsins ásamt tillögu að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála ásamt gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs fyrir árið 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að rekstraráætlun sviðsins ásamt tillögu að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála og gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs fyrir árið 2022. Gjaldskrám er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjárhagsáætlun er áfram í vinnslu.

2.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tillögur að breytingum á verkferlum við grenndarkynningar. Jafnframt var farið yfir fyrirliggjandi verkferla varðandi deiliskipulag og mögulegar breytingar á þeim með breytingum á samþykktum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa tillögum að breytingum á verkferlum við grenndarkynningar til umsagnar heimastjórna sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að beina því til byggðarráðs að hafin verði vinna við endurskoðun á samþykktum sveitarfélagsins, með það í huga að geta stytt og gert skilvirkari verkferla í skipulagsmálum. Meðal annars verði horft til þeirra tillagna sem fyrir fundinum liggja.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Málið var áður tekið fyrir hjá ráðinu í vor þar sem kallað var eftir frekari gögnum sem nú liggja fyrir. Um er að ræða útlitstillögur vegna utanhússviðgerða við Herðubreið á Seyðisfirði. Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um hvaða leið verður fyrir valinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur skynsamlegt að húsið verði einangrað og annaðhvort klætt eða steinað. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að boða til íbúafundar á Seyðisfirði þar sem fyrirliggjandi valkostir verða kynntir í samráði við heimastjórn Seyðisfjarðar.

Samþykkt með 6 atkvæðum en einn (PH) var fjarverandi.

4.Egilsstaðaskóli, skipulag og frágangur á lóð

Málsnúmer 202109144Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Ruth Magnúsdóttur, skólastjóra Egilsstaðaskóla, varðandi framkvæmdir og frágang á lóð skólans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhags-, framkvæmda- og viðhaldsáætlana fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ærslabelgur á Egilsstöðum

Málsnúmer 202104277Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun Ungmennaráðs Múlaþings varðandi fyrirhugaða staðsetningu ærslabelgjar á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með hliðsjón af fram komnum athugasemdum ungmennaráðs og iðkenda hjá frjálsíþróttadeild Hattar samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá áður áformaðri staðsetningu fyrir ærslabelg á Vilhjálmsvelli. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að kanna aðrar mögulegar staðsetningar og leita eftir tillögum frá ungmennaráði Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umferðaröryggi á Egilsstöðum

Málsnúmer 202109047Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun Ungmennaráðs Múlaþings varðandi umferðaröryggi á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ungmennaráði ábendingarnar. Ráðið bendir á að við gerð gildandi umferðaröryggisáætlunar voru undirgöng eða göngubrú á Fagradalsbraut ekki tilgreind meðal forgangs- eða framtíðarverkefna. Tímabært er að gera nýja umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið og leggur umhverfis- og framkvæmdaráð til að leitað verði til ungmennaráðs um þátttöku í gerð hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Styrkbeiðni frá Skógræktarfélagi Djúpavogs vegna 2022

Málsnúmer 202109128Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um styrk og samstarf frá Skógræktarfélagi Djúpavogs varðandi Hálsaskóg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir sig reiðubúið til viðræðna við félagið um þau verkefni sem fjallað er um í erindinu og mögulega fjármögnun þeirra meðal annars með styrkjum. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að finna viðræðunum farveg innan sveitarfélagsins.

Samþykkt með 6 atkvæðum, einn var fjarverandi (ÁHB).
Í upphafi umræðu vakti fundarmaður (ÁHB) athygli á mögulegu vanhæfi sínu sem stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Djúpavogs. Formaður bar vanhæfið upp og var það samþykkt samhljóða. Ásdís vék af fundi við afgreiðslu málsins.

8.Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og framkvæmdaráðs að breytingu á Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 m.s.br. vegna námu í Stafdal. Tillagan var auglýst frá 22. júlí til og með 3. september. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsögn barst frá Minjastofnun Íslands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur ekki að umsögn MÍ kalli á efnislegar breytingar á tillögunni. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi skipulagsáætlun og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Deiliskipulag, Egilsstaðir, Hreinsivirki við Melshorn

Málsnúmer 202109120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá HEF Veitum ehf. um heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð undir hreinsivirki við Melshorn á Egilsstöðum. Jafnframt liggur fyrir skipulagsuppdráttur dags. 30. ágúst 2021 og greinagerð dags. 17. september 2021. Markmið skipulagsins er m.a. að gera grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við hreinsistöðina og draga fram skýra skilmála um lóðina og landnotkun vegna starfsemi á henni. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila HEF veitum gerð deiliskipulags fyrir lóð fyrirtækisins við Melshorn sbr. 2. ml. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til 2. ml. 3. mgr. 40. gr. sömu laga, að falla frá gerð lýsingar fyrir nýtt deiliskipulag þar sem allar meginforsendur þess liggja fyrir í aðalskipulagi. Ráðið samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsuppdráttur verði kynntur sem vinnslutillaga sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Bakkakot - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202109010Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Hilmari Gunnlaugssyni, lögmanni málsaðila, dags. 27. september 2021. Farið er fram á endurupptöku ákvörðunar ráðsins frá 15. september sl. varðandi grenndarkynningu byggingaráforma við Bakkakot á Borgarfirði eystri. Á þeim fundi lágu ekki fyrir ráðinu upplýsingar um að byggingaráformin hefðu verið grenndarkynnt af hálfu sveitarstjórnar Borgarfjarðarhrepps á liðnu ári. Í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 segir að hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan 12 mánaða frá afgreiðslu sveitarstjórnar á grenndarkynningu skuli grenndarkynna að nýju áður en leyfi er veitt. Í fyrirliggjandi erindi er því mótmælt að framangreindur tímafrestur eigi við í máli þessu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð horfir til þess að á stjórnvaldi hvílir leiðbeiningarskylda, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttarins, meðal annars um tímafresti sem leiða af stjórnvaldsákvörðunum. Málsaðili hefur borið því við að þess hafi ekki verið gætt að upplýsa um framangreindan ársfrest og telur umhverfis- og framkvæmdaráð ekki unnt að sýna fram á að það hafi verið gert. Með hliðsjón af því telur ráðið rétt að fallast á erindi málsaðila, enda eftir sem áður skammur tími frá því að áformin voru grenndarkynnt og þegar hefur verið gefið út eitt byggingarleyfi (heimild til niðurrifs) á grundvelli hennar, og þar með verið samfella og eðlilegur gangur í vinnu málsaðila. Umhverfis- og framkvæmdaráð afturkallar því fyrri ákvörðun um grenndarkynningu vegna umsóknar um byggingaráform og byggingarleyfi við Bakkakot á Borgarfirði eystra og samþykkir að heimila byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um lóð, Borgarfjörður, Smáratún

Málsnúmer 202109034Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Smáratún á Borgarfirði eystra dags. 4.9.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Endurskoðun aðalskipulags Fjarðabyggðar

Málsnúmer 202103147Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá Fjarðarbyggð dags. 23. september 2021 við tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 sem nú er auglýst sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er eingöngu sett fram á stafrænu formi og má sjá á slóðinni: https://fjardabyggd.alta.is/tillaga

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að taka saman drög að umsögn sem lögð verði fyrir fund ráðsins 20. október nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Innleiðing sveitarfélaga á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202109127Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hjá sveitarfélögum.

Lagt fram til kynningar.

14.Endurbygging hafskipabryggju Djúpivogur

Málsnúmer 202109017Vakta málsnúmer

Niðurstaða verkfundar vegna endurbyggingar á hafskipabryggju á Djúpavogi lögð fram til kynningar. Jafnframt er lagður fram undirritaður verksamningur milli Hafna Múlaþings og Ísar ehf.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?