Fara í efni

Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Veiðihúsið Hálsakot

Málsnúmer 202103154

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 6. fundur - 29.03.2021

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Þresti Elliðasyni f.h. Veiðiþjónustunnar Strengs ehf, dagsett 12.3. 2021, um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki 4, í Veiðihúsinu Hálsakoti.

Málið í vinnslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 8. fundur - 03.05.2021

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Þresti Elliðasyni f.h. Veiðiþjónustunnar Strengs ehf, dagsett 12.3. 2021, um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki 4, í Veiðihúsinu Hálsakoti.

Fyrir fundinum liggja umsagnir frá Brunavörnum á Austurlandi, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, skipulagsfulltrúa Múlaþings, og byggingarfulltrúa Múlaþings. Umsagnirnar eru jákvæðar en byggingarfulltrúi setur fyrirvara um matshluta 050101 sem er á byggingarstigi 1.
Með vísan til fyrirliggjandi umsagna veitir heimastjórn Fljótsdalshéraðs jákvæða umsögn um umsókn um rekstararleyfi fyrir Veiðihúsið Hálsakot vegna umsóknar frá Þresti Elliðasyni f.h. Veiðiþjónustunnar Strengs ehf, dagsett 12.3. 2021, um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki 4 að undanskyldum matshluta 050101 þar til lokaúttekt hans liggur fyrir frá byggingarfulltrúa til leyfisveitanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?