Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

6. fundur 29. mars 2021 kl. 13:00 - 16:05 í Valaskjálf, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Skúli Björnsson varamaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Tillaga að hundasvæði á Egilsstöðum.

Málsnúmer 202102176Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að staðsetningu hundasvæðis á Egilsstöðum frá fulltrúa hundaeigenda. Umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs hafði áður samþykkt að styrkja félagsskap hundaeigenda til að koma upp afgirtu svæði, en á öðrum stað.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 3. mars 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggst ekki gegn þeirri staðsetningu sem lögð er til í fyrirliggjandi erindi, með þeim fyrirvara að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða, en vísar málinu til afgreiðslu hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Með vísan til áberandi staðsetningar svæðisins leggur heimastjórn Fljótsdalshéraðs til að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum.
Gert verði ráð fyrir aðkomuleiðum og bílastæðum fyrir hundasvæðið.

Jafnframt leggur heimastjórn til að hundasvæði á Fljótsdalshéraði verði fundin varanleg framtíðarstaðsetning í nýju aðalskipulagi Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Hellisheiði - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir strenglögn

Málsnúmer 202102246Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Landsneti um framkvæmdaleyfi fyrir lögn hluta Vopnafjarðarlínu í jarðstreng um Hellisheiði. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands og ákvörðun um matsskyldu.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 3. mars 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Eiðar ehf

Málsnúmer 202012116Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Fanneyju Helgu Hannesdóttur f.h. Eiða ehf, dagsett 5.3. 2021, um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki 3, að Eiðavöllum 6 og Vallnaholti 8.

Málið er í vinnslu.

4.Grásteinn, deiliskipulag

Málsnúmer 201703008Vakta málsnúmer

Fyrir liggur deiliskipulagstillaga fyrir Grástein sem auglýst var 2017. Skipulagstillagan hefur ekki verið auglýst í B-deild sem leiðir til þess að auglýsa þarf hana að nýju.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 3. mars 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga verði auglýst að nýju og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Áfangar - Langidalur, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun í Langadalsá

Málsnúmer 202102169Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Neyðarlínunni ohf. um framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun í Langadalsá við Norðausturveg í Áföngum. Fram kemur að ef viðbrögð við erindinu verði jákvæð muni framkvæmdaaðili vinna deiliskipulag fyrir framkvæmdasvæðið.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 3. mars 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að áformin rúmist innan þess ramma sem Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 mótar fyrir virkjanir af þessu tagi. Ráðið samþykkir því, í samræmi við það sem fram kemur í gögnum umsækjanda, að unnin verði skipulagslýsing og tillaga að deiliskipulagi fyrir framkvæmdina. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs að unnin verði skipulagslýsing og tillaga að deiliskipulagi fyrir framkvæmdina. Í greinargerð frá framkvæmdaraðila kemur fram að um jákvæðan umhverfislegan ávinning er að ræða með því að afleggja brennslu á jarðaefnaeldsneyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Efri Jökuldalur ehf

Málsnúmer 202103054Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Stefaníu Katrínu Karlsdóttur f.h. Efri Jökuldals ehf, dagsett 2.3. 2021, um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki 2, að Grund Jökuldal.

Málið er í vinnslu.

7.Valgerðarstaðir nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202102240Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag atvinnusvæðis við Valgerðarstaði.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 17. mars 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu og að hún verði kynnt í samræmi við ákvæði 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að auglýsa skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að gera það.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Veiðihúsið Hálsakot

Málsnúmer 202103154Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Þresti Elliðasyni f.h. Veiðiþjónustunnar Strengs ehf, dagsett 12.3. 2021, um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki 4, í Veiðihúsinu Hálsakoti.

Málið í vinnslu.

9.Fellabær - Umsókn um lóð undir spennistöð við Herði (Valgerðarstöðum)

Málsnúmer 202010624Vakta málsnúmer

Við gerð lóðablaðs kom í ljós að götuheiti er ekki til staðar. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem fram kemur sú tillaga að gatan fái heitið Valgerðarvegur.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 17. mars 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur rétt að gangast fyrir því að gatan fái nafn og beinir erindinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem taki ákvörðun um nafnið.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að gatan frá þjóðvegi 1 við dælustöð hitaveitunnar, að hitaveitutanki á Valgerðarstaðaás, fái nafnið Valgerðarvegur. Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að skrá lóðir í fasteignaskrá og tilkynna húseigendum um breytt nafn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Deiliskipulag, Álfaás

Málsnúmer 202103149Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir Álfaás á Fljótsdalshéraði. Tillagan var áður auglýst árið 2017 en ekki auglýst í B-deild stjórnartíðinda og hefur því ekki öðlast gildi. Tillagan hefur verið uppfærð með minniháttar breytingum.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 24. mars 2021 var eftirfarandi bókun gerð:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst að nýju í samræmi við 31. gr. sbr. 41. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fyrirspurn um byggingu skemmu við Lagarfossvirkjun

Málsnúmer 202102157Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Orkusölunni um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Lagarfossvirkjun.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 24. mars 2021 var eftirfarandi bókun gerð:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar verði Minjastofnun Íslands, Vegagerðin og HAUST. Með vísan til áberandi staðsetningar nærri þjóðvegi verði tillagan jafnframt grenndarkynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar verði Minjastofnun Íslands, Vegagerðin og HAUST. Með vísan til áberandi staðsetningar nærri þjóðvegi verði tillagan jafnframt grenndarkynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Úlfsstaðaskógur nýtt sumarhúsahverfi

Málsnúmer 202103071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi dagsett 13.11.2019 sem varðar nýtt sumarhúsahverfi í Úlfsstaðaskógi. Fram kemur að óskað sé eftir því að tekið verði tillit til slíkra áforma við endurskoðun aðalskipulags sem þá var í farvatninu. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem landbúnaðarsvæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi og ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 24. mars 2021 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að við gerð aðalskipulags Múlaþings verði tekið tillit til áforma um nýtt sumarhúsahverfi í Úlfsstaðaskógi. Ráðið heimilar einnig að unnin verði sérstök breyting á aðalskipulagi samhliða gerð deiliskipulags, óski landeigandi eftir því. Málinu er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings til afgreiðslu hvað varðar aðalskipulag og til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu hvað varðar deiliskipulag.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við að landnotkun verði breytt á svæðinu með vísan til áforma um breytta notkum í umsókn. Jafnframt heimilar heimastjórn að unnin verði skipulagslýsing á deiliskipulagi með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um framkvæmdaleyfi-Ljósleiðari á Efra Jökuldal,

Málsnúmer 202103076Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá HEF um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara á Efra Jökuldal.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 24. mars 2021 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Skúli Björnsson vék af fundi við umfjöllun um málið.

14.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda

Málsnúmer 202103184Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Umhverfisstofnun þar sem gerð er grein fyrir fyrirkomulagi Ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda árið 2021.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?