Fara í efni

Sigfúsarstofa, miðstöð fræða og sögu á Austurlandi

Málsnúmer 202103202

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Fyrir lá minnisblað frá skrifstofustjóra Múlaþings þar sem fram kemur m.a. að skipa þurfi fimm fulltrúa í stjórn Sigfúsarstofu og fimm til vara. Þar af skuli sveitarstjórn Múlaþings skipa þrjá fulltrúa, forstöðumenn safna í Safnahúsinu einn og Sögufélag Austurlands einn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að fulltrúar sveitarfélagsin í stjórn Sigfúsarstofu verði skipaðir með eftirfarandi hætti:
Atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings skipi einn fulltrúa og einn til vara, meirihluti í sveitarstjórn skipi einn fulltrúa og einn til vara og minnihluti í sveitarstjórn skipi einn fulltrúa og einn til vara. Jafnframt verði óskað eftir því að forstöðumenn safna í Safnahúsinu skipi einn fulltrúa og einn til vara og að Sögufélag Austurlands skipi einn fulltrúa og einn til vara.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 12. fundur - 12.05.2021

Fyrir lá tillaga frá byggðaráði Múlaþings varðandi skipan í stjórn Sigfúsarstofu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að skipaðir verði þrír fulltrúar sveitarfélagsins í fimm manna stjórn Sigfúsarstofu með eftirfarandi hætti: Fulltrúi skipaður af atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings verði Rannveig Þórhallsdóttir og Sigrún Blöndal til vara, fulltrúi meirihluta í sveitarstjórn verði Signý Ormarsdóttir og Anna Alexandersdóttir til vara og fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn verði Baldur Pálsson og Elfa Hlín Pétursdóttir til vara.
Fulltrúi forstöðumanna safna í Safnahúsinu verði Stefán Bogi Sveinsson og Elsa Guðný Björgvinsdóttir til vara.
Jafnframt verði óskað eftir því að Sögufélag Austurlands skipi einn fulltrúa og einn til vara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?