Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

18. fundur 20. apríl 2021 kl. 08:30 - 13:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarson endurskoðendur mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir vinnu við gerð ársreiknings Múlaþings fyrir árið 2020 og svöruðu spurningum byggðaráðs.
Byggðaráð leggur til að boðað verði til aukafundar í byggðaráði og sveitarstjórn 28.4 nk. þar sem ársreikningurinn yrði lagður fram og tekinn til fyrri umræðu.

2.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi viðræður við húseigendur á svæðinu við Stöðvarlæk sem hófust í framhaldi af því að fyrir lá samþykki Ofanflóðanefndar um að gengið yrði til samninga um uppkaup eignanna á grundvelli fyrirliggjandi mats. Einnig lá fyrir frumathugun ofanflóðavarna á svæðinu við Búðará er unnin hefur verið af sérfræðingum um ofanflóðavarnir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupum á fasteigninni Hafnargötu 42 02 á grundvelli fyrirliggjandi draga að kaupsamningi. Jafnframt er sveitarstjóra falið að vinna áfram að viðræðum við húseigendur og samningagerð og skulu kaupsamningar lagðir fyrir byggðaráð til samþykktar er þeir liggja fyrir. Jafnframt er sveitarstjóra falið að koma athugasemdum húseigenda á framfæri við Ofanflóðanefnd auk þess að þær verða teknar til umfjöllunar í byggðaráði.
Vegna innkomins erindis varðandi mögulegra kaupa og uppbyggingar húsnæðis á Seyðisfirði, er sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202102061Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing sem unnar voru af skrifstofustjóra Múlaþings ásamt verkefnastjóra og lögfræðingi sveitarfélagsins í samstarfi við sviðsstjóra þess.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing og vísar henni til sveitarstjórnar Múlaþings til samþykktar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202102049Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar

5.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2021

Málsnúmer 202103047Vakta málsnúmer

Fyrir lágu fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. dags. 29.03. 2021 og 08.04. 2021.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundur v. COVID-19. Mánaðarlegur upplýsingafundur almannavarnanefndar með

Málsnúmer 202104049Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð upplýsingafundar almannavarnarnefndar með lykilaðilum dags. 15.03.2021.

Lagt fram til kynningar.

7.Faktorshúsið Djúpavogi.

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð 5. fundar stjórnar Ríkharðshúss þar sem fram kemur m.a. að stjórn beinir því til byggðaráðs Múlaþings að landareign félagsins í Miðdal verði auglýst til sölu á almennum markaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþing samþykkir, að tillögu stjórnar Ríkharðshúss, að landareign félagsins í Miðdal verði auglýst til sölu á almennum markaði. Sveitarstjóra falið að annast framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Fundagerð,Stýrihópur, kennsla á háskólastigi á Austurlandi

Málsnúmer 202103221Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stýrihóps kennslu á háskólastigi á Austurlandi dags. 25.03.2021.

Lagt fram til kynningar.

9.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fyrir lágu fundargerðir byggingarnefndar menningarhúss dags. 29.03.2021 og 07.04.2021 þar sem lagt er til m.a. að Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs fái til afnota íbúð sveitarfélagsins í Miðgarði 2 á Egilsstöðum. Íbúðin verði nýtt fyrir listafólk á vegum menningarmiðstöðvarinnar auk þess sem að sveitarfélagið geti nýtt íbúðina í samráði við menningarmiðstöðina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs fái íbúð sveitarfélagsins í Miðgarði 2 á Egilsstöðum til ráðstöfunar. Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs mun standa straum að öllum kostnaði er tengist rekstri íbúðarinnar en gert verði ráð fyrir því að sveitarfélagið geti nýtt íbúðina í samráði við menningarmiðstöðina. Sveitarstjóra falið að láta ganga frá samningi á milli aðila vegna þessa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Fyrir lágu fundargerðir byggingarnefndar nýs leikskóla í Fellabæ dags. 01.03.2021 og 15.04.2021. Inn á fundinn komu Benedikt Hlíðar Stefánsson, formaður byggingarnefndar, og Ágúst Þór Margeirsson, verkefnastjóri, og fóru yfir stöðu mála og tillögur varðandi næstu skref. Einnig svöruðu þeir í kjölfarið spurningum byggðaráðs varðandi verkefnið. Að því búnu var þeim þökkuð koman og fyrir góða yfirferð yfir stöðuna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir, að tillögu byggingarnefndar nýs leikskóla í Fellabæ, að hafnað verði öllum tilboðum er bárust í útboði leikskólans þar sem þau eru töluvert yfir kostnaðarætlun verkefnisins. Jafnframt samþykkir byggðaráð Múlaþings að Ívar Karl Hafliðason og Sveinn Jónsson taki sæti í rýnihóp, ásamt formanni byggingarnefndar, starfsmönnum Múlaþings í byggingarnefndinni og verkefnastjóra, sem ætlað er að vinna tillögur, ásamt hönnuði og lægstbjóðanda, að því hvernig verkefnið skuli unnið með ásættanlegum kostnaði fyrir sveitarfélagið.
Fulltrúar í rýnihópnum taki laun samkvæmt E lið í samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi, þar sem það á við.

11.Samningur um sameiginlega félagsþjónustu

Málsnúmer 202102259Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemd við framlögð drög að samningi um sameiginlega félagsþjónustu og vísar þeim til sveitarstjórnar Múlaþings til samþykktar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Reglur um ráðningar hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202104037Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að reglum um ráðningar starfsfólks Múlaþings. Drögin eru unnin, í samræmi við lög og samþykktir sveitarfélagsins, af verkefnastjóra mannauðs og lögfræðingi/persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins í samráði við skrifstofustjóra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemd við framlögð drög og vísar þeim til sveitarstjórnar til samþykktar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Lög um Almannavarnir-minnisblað-innleiðing verkferla

Málsnúmer 202103222Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá Hildi Þórisdóttur, fh. Austurlistans, þar sem vakin er athygli á því m.a. að nauðsynlegt sé að skerpa á innleiðingu verkferla er varða lög um almannavarnir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir það, sem m.a. kemur fram í framlögðu minnisblaði, að mikilvægt sé að verkferlar varðandi almannavarnir séu skýrir sem og að viðbragðsáætlanir séu endurskoðaðar og uppfærðar. Samþykkt að vísa framkomnum athugasemdum til Almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi til upplýsingar og úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili

Málsnúmer 202103233Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 24.03.2021, með mati á stöðu verkefna í viðspyrnuáætlun sambandsins frá mars 2020 með aðgerðarpakka fyrir sveitarfélög og sambandið til viðspyrnu gegn samdrætti í þjóðarbúskapnum. Einnig lá fyrir bókun frá fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.03.2021, þar sem sveitarfélög eru hvött til að taka þátt í átakinu „Hefjum störf“.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta skoða hvernig aðkoma sveitarfélagsins að átakinu „Hefjum störf“ yrði best útfærð. Við þá vinnu verði m.a. haft samráð við fulltrúa atvinnulífs í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Austurvegur 22 - leyndir gallar

Málsnúmer 202011122Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá LEX Lögmannsstofu fyrir hönd Undiröldunnar ehf. vegna kaupa á fasteigninni að Austurvegi 22 á Seyðisfirði. Einnig lá fyrir umsögn frá Sókn Lögmannsstofu um fyrirliggjandi erindi.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu og Helgi Hlynur tók undir hana:
Legg til að Múlaþing gangi til samninga við Undirölduna ehf um afslátt vegna kostnaðar við ófyrirséða galla, öllum aðilum máls til hagsbóta.

Tillagan borin upp og felld með 3 atkvæðum, en 2 sátu hjá (HÞ og ES).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þess er fram kemur í umsögn við framkomnu erindi hafnar byggðaráð Múlaþings þeim kröfum er þar eru fram settar.

Tillagan samþykkt með 3 atkv. en 2 sátu hjá, (HÞ og ES)

16.Lóð Merki Borgarfirði eystra

Málsnúmer 202104009Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá bræðrum frá Merki í Borgarfirði eystra varðandi mögulega eignarbreytingu vegna lóðar er á sínum tíma var tekin úr landi Merkis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga varðandi málið og leggja það fyrir byggðaráð á ný er þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

17.Sigfúsarstofa, miðstöð fræða og sögu á Austurlandi

Málsnúmer 202103202Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá skrifstofustjóra Múlaþings þar sem fram kemur m.a. að skipa þurfi fimm fulltrúa í stjórn Sigfúsarstofu og fimm til vara. Þar af skuli sveitarstjórn Múlaþings skipa þrjá fulltrúa, forstöðumenn safna í Safnahúsinu einn og Sögufélag Austurlands einn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að fulltrúar sveitarfélagsin í stjórn Sigfúsarstofu verði skipaðir með eftirfarandi hætti:
Atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings skipi einn fulltrúa og einn til vara, meirihluti í sveitarstjórn skipi einn fulltrúa og einn til vara og minnihluti í sveitarstjórn skipi einn fulltrúa og einn til vara. Jafnframt verði óskað eftir því að forstöðumenn safna í Safnahúsinu skipi einn fulltrúa og einn til vara og að Sögufélag Austurlands skipi einn fulltrúa og einn til vara.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

18.Menningarstyrkir Múlaþings 2021

Málsnúmer 202012076Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga frá verkefnastjóra menningarmála Múlaþings um úthlutanir skyndistyrkja alls að fjárhæð 450.000,- kr. Fram kom að umræddar styrkveitingar rúmast innan samþykktar fjárhagsáætlunar Múlaþings fyrir árið 2021 varðandi framlög til menningarverkefna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu verkefnastjóra menningarmála Múlaþings samþykkir byggðaráð Múlaþings að styrkir verði veittir til eftirtalinna menningarverkefna:

Leikfélag Fljótsalshéraðs - Haustsýning: 300.000,-kr
Ásgeir Þorvaldsson - Sýning á Kjarval og Dyrfjöllin: 50.000,- kr.
Erla Dóra Vogler - Drepfyndið Eyrnakonfekt: 100.000,- kr.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

19.Seyðisfjörður - Ritun og útgáfa á sögu Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202104002Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Seyðisfjarðar, dags. 12.04.2021, þar sem fram kominni hugmynd að ritun sögu Seyðisfjarðar er vísað til byggðaráðs til umfjöllunar og vinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fram kominni hugmynd varðandi ritun sögu Seyðisfjarðar til atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings til frekari vinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

20.Útboð tjaldsvæði Borgarfirði

Málsnúmer 202104065Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga að auglýsingu um útboð á rekstri tjaldsvæðis á Borgarfirði eystra ásamt drögum að leigusamningi, upplýsingum um tjaldsvæðið, teikningu af tjaldsvæði og tilboðsblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að auglýsingu um útboð á rekstri tjaldsvæðis á Borgarfirði eystra ásamt framlögðum gögnum og felur atvinnu- og menningarmálastjóra að sjá um birtingu auglýsingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

21.Útboð tjaldsvæði Seyðisfirði

Málsnúmer 202104066Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga að auglýsingu um útboð á rekstri tjaldsvæðis á Seyðisfirði ásamt drögum að leigusamningi, upplýsingum um tjaldsvæðið, teikningu af tjaldsvæði og tilboðsblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að auglýsingu um útboð á rekstri tjaldsvæðis á Seyðisfirði ásamt framlögðum gögnum og felur atvinnu- og menningarmálastjóra að sjá um birtingu auglýsingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

22.Umsagnarbeiðni um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.

Málsnúmer 202103211Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Umsagnarbeiðni um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál

Málsnúmer 202104068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?