Fara í efni

Lög um Almannavarnir-minnisblað-innleiðing verkferla

Málsnúmer 202103222

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Fyrir lá minnisblað frá Hildi Þórisdóttur, fh. Austurlistans, þar sem vakin er athygli á því m.a. að nauðsynlegt sé að skerpa á innleiðingu verkferla er varða lög um almannavarnir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir það, sem m.a. kemur fram í framlögðu minnisblaði, að mikilvægt sé að verkferlar varðandi almannavarnir séu skýrir sem og að viðbragðsáætlanir séu endurskoðaðar og uppfærðar. Samþykkt að vísa framkomnum athugasemdum til Almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi til upplýsingar og úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?