Fara í efni

Hugmyndasamkeppni, Bjólfur, Útsýnispallur

Málsnúmer 202103227

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði lágu gögn vegna fyrirhugaðrar hugmyndasamkeppni um útsýnispall við Bjólf sem haldin verður í samstarfi við FÍLA. Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari hugmyndasamkeppni í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta miðað við fyrirliggjandi gögn. Kostnaður greiðist af þeim styrk sem fékkst úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða ásamt því að sveitarfélagið leggur fram vinnu starfsfólks til verkefnisins. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að vinna málið áfram ásamt verkefnastjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?