Fara í efni

Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili

Málsnúmer 202103233

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Fyrir lá minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 24.03.2021, með mati á stöðu verkefna í viðspyrnuáætlun sambandsins frá mars 2020 með aðgerðarpakka fyrir sveitarfélög og sambandið til viðspyrnu gegn samdrætti í þjóðarbúskapnum. Einnig lá fyrir bókun frá fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.03.2021, þar sem sveitarfélög eru hvött til að taka þátt í átakinu „Hefjum störf“.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta skoða hvernig aðkoma sveitarfélagsins að átakinu „Hefjum störf“ yrði best útfærð. Við þá vinnu verði m.a. haft samráð við fulltrúa atvinnulífs í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?