Fara í efni

Borgarfjarðarhöfn framkvæmdir

Málsnúmer 202104001

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 8. fundur - 06.04.2021

Heimastjórn Borgarfjarðar fer fram á það við sveitarstjórn Múlaþings að óskað verði eftir því við Vegagerðina að hefja undirbúning framkvæmda við Bátahöfnina við Hafnarhólma, lengingu Skarfaskersgarðs og fjarlægingu Sýslumannsboða.

Framkvæmdin eykur öryggi hafnarinnar og gerir mögulegt að fjölga leguplássum fyrir báta sem er orðið mjög brýnt sérstaklega yfir sumartímann.
Verkið er á samgönguáætlun og er heildarkostnaður áætlaður 36 mkr í 60/40 framkvæmd ríkis/sveitarfélags.

Vísað til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Múlaþings - 10. fundur - 14.04.2021

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar þar sem farið er fram á að sveitarstjórn Múlaþings óski eftir því við Vegagerðina að hafin verði undirbúningur framkvæmda við Bátahöfnina við Hafnarhólma, lengingu Skarfaskersgarðs og fjarlægingu Sýslumannsboða.

Til máls tóku: Jakob Sigurðsson, Eyþór Stefánsson og Jakob Sigurðsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir óskir heimastjórnar Borgarfjarðar um að Vegagerðin hefji undirbúning framkvæmda við Bátahöfnina við Hafnarhólma, lengingu Skarfaskersgarðs og fjarlægingu Sýslumannsboða. Sveitarstjóra falið að koma erindinu á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?